Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1980, Blaðsíða 23

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1980, Blaðsíða 23
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 23 10. Athugið hvort barnið hefur ælt næringu upp i munn að mál- tíð lokinni. 11. Hreinsið sonduna með því að dæla 1—2 ml. af sterilu vatni í gegn. 12. Barnið er látið liggja á hægri hlið í 30 min. eftir hverja gjöf. Því næst á að snúa því á bak, vinstri hlið eða maga eftir ástæðum. 13. Sondan er látin liggja á milli mála ef barnið er sondumatað í annað hvort skipti eða oftar. 14. Sonda sem liggur í maga að staðaldri er fjarlægð eftir einn sólarhring, og ný lögð í staðinn í hina nösina. Magaskolun nýbura Ungbörn, sem gjörn eru á að æla fyrst eftir að farið er að gefa þeim næringu per oz gæti verið gott að magaskola. Ástæðan er oft sú að þau hafa drukkið blóðblandað legvatn, eða sár hafi myndast á brjóstvörtu móður og blætt úr við brjósta- gjöf. Lögð er niður sonda um nef á venjulegan hátt. Fylgist vel með því að sondan liggi í maga. Magainnihaldi er dælt upp og því fleygt. Dregið er upp í sprautu 10 ml. af aqua sterilisata og því síðan dælt niður í maga.Barninu er nú velt sitt á hvora hliðina í nokkur skipti. Vatninu er dælt upp og því fleygt. Þetta er endurtekið eftir þörfum eða þar til magaasp. er orðið hreint. Næringargjöf gengur í flestum tilfellum vel á eftir. 15. mars 1980 Jóhanna V. Hauksdóttir Ijósntóðir. HEIMILDIR: Inl'ant Gavage Reconsidercd hy Mary Ziemer and Jane S. C'arroll Ameriean Journal ol' Nursing / Sepleinber 1978. Kcnnsiuglósur úr l.jósnucðraskóla íslands. I.ciðbciningar Irá Vökudeild Barnaspilala Hringsins.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.