Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1980, Blaðsíða 13

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1980, Blaðsíða 13
LJOSMÆÐRABLAÐIÐ 13 Mjólkin getur haft áhrif á barnið á mismunandi hátt. a) með beinum lyfjaáhrifum b) með gagnvirkun enzymkerfa c) með samkeppni proteinbindinga d) ef barnið er mjög viðkvæmt e) með áhrifum á þarmaflóru En það er samt sem áður mikilvægt að slá því föstu að lyfið þarf ekki að hafa áhrif á barnið, jafnvel þótt það berist í brjósta- mjólkina. Lyfið kann að vera svo útþynnt, vera lyfjafræðilega óvirkt, vera eyðilagt í þörmum barnsins eða það berist alls ekki barninu. Hér á eftir verður skýrt lítillega frá nokkrum lyfjum sem berast í móðurmjólk. Analgetika, antipyretisk og antirheumatisk lyf (kvalastillandi lyf og gigtarlyf) Salicylsýra og sölt hennar ásamt acetylsalicylsýru berast í móðurmjólk, en í svo litlum mæli, að ekki þykir nauðsynlegt að breyta ákvarðaðri lyfjatöku. Ef gefnir eru stórir lyfjaskammtar er talið að tilhneiging geti verið til blæðingar hjá barninu. 320—640 mg x 4 á dag af natriumsalicyl frá 3.—9. dags eftir barnsburð hefur aðeins leitt í ljós samanþjöppun á 1—3 mg í 100 ml. af mjólk, þ.e. í mesta lagi heildarlyfjaskammt upp á 15 mg á dag, ef barnið neytir 500 ml brjóstamjólkur. Fenylbutazon og Oxyphenbutazon t.d. (Tanderii"' og Buta- zolidiíi®' hafa fundist i móðurmjólk í mjög litlum mæli, og hafa ekki haft nein sýnileg áhrif á barnið. Fenacetin og Paracetamol, sem eru í mörgum kvalastillandi lyfjum, berast yfir í brjóstamjólk, en berast lítið frá þörmum barnsins í blóðrás þess. Þrátt fyrir veika blöndun í mjólkinni er hætta fyrir brjóstmylkinga, þar sem efnaskiptin þeirra eru hæg, að lyfið geti ef til vill hlaðist upp. Methemoglobinemi hefur komið fyrir hjá börnum mæðra sem tekið hafa þessi lyf. Lyfin þarf því að gefa með varúð. Fenazon berst í móðurmjólk en virkar ekki á barnið sé lyfjagjöf stillt í hóf.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.