Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1980, Blaðsíða 15

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1980, Blaðsíða 15
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 15 Hafi móðurinni verið gefið síðara lyfið hefur komið í ljós að barninu berast 65 mg af því í 500 ml af mjólk. Flest önnur sulfalyf berast þó í miklu minna nagni í mjólkina. En sulfa binst albumin í blóði og keppir þar við bilirubin að bind- ast albumini, það er viss hætta á að bilirubinið ýtist til hliðar og óbundið bilirubin getur því valdið gulu (kernicterus) jafnvel þótt bilirubinmagn mælist ekki mikið. Eftir að barnið hefur lifað í nokkra daga virðist hætta á slíkum truflunum minnka mikið. Penicillin er venjulega úr sýrum og finnst aðeins í litlum mæli í mjólkinni. Magnið eykst lítið sem ekkert í blóði barnsins, þannig að það nái lækningaskömmtum (terapentiskri koncentration). En það getur haft áhrif á þarmaflóru barnsins, og viss hætta getur verið á ofnæmi (sensibiliseringu). Almennt er þó talið hættulaust að gefa mæðrum með börn á brjósti Penicillin. Streptomycin finnst i brjóstamjólk löngu eftir að því hefur verið dælt í vöðva konunnar, talið er að það geti orsakað ofnæmi (sensibiliseringu), haft skaðleg áhrif á heyrnartaugina og haft áhrif á þarmaflóru barnsins, bakteríur geti þróað ónæmi fyrir Streptomycini (orðið resistens fyrir lyfinu). Streptomycin skal því ekki gefa konum með börn á brjósti, og ekki heldur lyfin Kana- mycin og Gentamycin. Tetracyclin lyf berast í mismunandi mæli í brjóstamjólk. Vitað er að það getur valdið tannskemmdum, þar sem litur glerjungs tanna breytist, og einnig valdið truflun á beinvef barnsins. Hér á landi er ófriskum konum og konum með börn á brjósti ekki gefið Tetracyclin lyf. Chloramphenicol berst í brjóstamjólk og þéttleiki þess er um það bil helmingur þess sem er í blóðvökva (plasma). Skal því ekki gefa það mæðrum með börn á brjósti, útskilnaður þess efnis er erfiður ungbörnum. Aukaverkanir af lyfinu er ofnæmi og einnig geta komið blóðbreytingar svo sem aplastik anemi og agranulocytose. Nitrofurantion t.d. (Furadantin®) berast í litlum mæli í mjólkina og má gefa það konum með börn á brjósti. Nalidixinsýrur t.d. (Negram®) eru álitnar berast í mjólkina. Samkvæmt rannsóknum er skýrt frá því að 2 mg. hafi fundist i

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.