Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1980, Blaðsíða 5

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1980, Blaðsíða 5
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 5 B: Mekaniskar aðferðir. Pessar — hettan, heppileg frá læknisfræðilegu sjónarmiði. Engar aukaverkanir nema í einstaka tilfellum ofnæmi. Hettuna getur konan fengið hjá lækni sem mátar hvaða stærð konan notar. Nauðsynlegt er að nota sæðisdrepandi krem með. Hettuna verður konan að setja upp fyrir samfarir og er því ábyrgðin öll hennar. Hettan virkar ekki truflandi á samfarir en ekki má fjarlægja hana fyrr en 6—8 tímum á eftir. Smokkurinn er eina getnaðarvörnin sem er gerð fyrir karlmenn. Kostirnir við smokkinn eru að hann er ódýr og auðvelt að útvega hann. Einnig er hann örugg vörn ef hann er notaður á réttan hátt, þ.e. frá byrjun samfara. Sé smokkurinn notaður frá upphafi sam- fara er hann mjög góð vörn gegn kynsjúkdómum fyrir báða aðila. Því skyldi smokkurinn notaður við samfarir eftir skyndikynni, jafnvel þótt konan noti aðrar getnaðarvarnir. Ókostir við smokk- inn eru, að hann getur rifnað og að ánægjan minnkar hjá sumum. Sæðisdrepandi krem er einnig til og er æskilegt að nota þau með öðrum getnaðarvörnum, t.d. hettunni og smokknum. Lykkjan er getnaðarvörn sem er komið fyrir í legi konunnar, og kemur í veg fyrir að frjóvgað egg nái að þroskast. Lykkjan er talin breyta slímhimnunni í leginu á þann veg að frjóvgað egg nær ekki að festast í henni. Mismunandi gerðir eru til af lykkju, áhrif þeirra eru þó sömu. Ekki geta allar konur fengið lykkju og metur læknir hvort konan fái lykkju eða ekki. Kostir við lykkjuna eru, að hún er mjög örugg getnaðarvörn. Verkun hennar er eingöngu bundin við legið og hún ,,gleymist” aldrei. Ókostir eru ýmsar aukaverkanir, t.d. blæðingartruflanir og stundum fylgja lykkjunni verkir og verður þá oftast að fjarlægja hana. Aukin hætta er á sýkingu, t.d. eggjaleiðarabólgu og tíðni utanlegsþykktar er meiri. „Lykkjuföll” geta orðið og með þeim auknar líkur á að konan missi fóstur eða fæði fyrir tímann.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.