Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1980, Blaðsíða 43

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1980, Blaðsíða 43
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 43 Félagsfréttir Bréf er formaður hefur sent varðandi störf Ijósmœðra á hei/sugœs/ustöðvum. Ljósmæðrafélag íslands hefur komist í mikla varnar- stöðu vegna stjórnunar á sviði heilbrigðismála og ágengni ýmissa hópa inn á starfssvið ljósmæðra. Einn þáttur í vörn félagsins er meðfylgjandi bréf sem félagið hefur sent landlækni og heilbrigðisráðuneytinu. Við leyfum okkur í fyllstu vinsemd að senda afrit af bréfinu til stjórna allra heilsugæslustöðva á landinu. Með virðingu, f.h. Ljósmæðrafélags íslands Steinunn Finnbogadóttir, formaður. Til heilbrigðismálaráðuneytisins Arnarhvoli — Reykjavík. í ljósi þess sem undanfarið hefur verið að gerast við stofnun og starfsemi heilsugæslustöðva um landið leit- aði Ljósmæðrafélag íslands álits Félags íslenskra kven- sjúkdómalækna. Félagið varð fúslega við þeirri beiðni og fylgir Ijósrit af svari þess hér með. í lögum um heilbrigðisþjónustu sem samþykkt voru á Alþingi 6. maí 1978 17. gr. 1. málsgrein segir svo: Ráða skal hjúkrunarfræðinga og Ijósmceður til starfa á heilsugæslustöðvar, þær skulu skipaðar af ráðherra og taka laun úr ríkissjóði.” Ljósmæðrafélagi íslands er kunnugt um að þessi ákvæði hafa verið brotin að því er snertir ljósmæður. Það sést m.a. í frétt er birtist i Tímanum 4. nóv. 1979 um starfsemi heilsugæslustöðvarinnar í Breiðholti í Reykjavík, þar sem upplyst er að þar fari fram mæðra- skoðun. Engin ljósmóðir starfar þó á heilsugæslustöð- inni og starfið hefur ekki verið auglýst.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.