Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1980, Blaðsíða 10

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1980, Blaðsíða 10
10 LJOSMÆÐRABLAÐIÐ upplýsingar um alla almenna umhirðu, hreinlæti, tannhirðu, hreyfingu, mataræði og fleira. Gott er að tala um umhirðu brjóst- anna á meðgöngu sem fyrst, s.s. hvenær konan má búast við að fari að leka úr þeim og hvenær hún á að byrja undirbúning geir- vartanna. Einnig að útskýra mikilvægi brjóstagjafar fyrir bæði móður og barn. Konan kemur í skoðun til að byrja með á mán- aðarfresti, en smám saman styttist tíminn á milli og að lokum kemur konan vikulega. í hverri mæðraskoðun er konan vigtuð og blóðþrýstingur mældur. Kviður er þreifaður, ummál mælt og einnig hæð leg- botns. Eftir 20. viku er hlustað eftir fósturhljóðum. Utan þessara venjulegu skoðana eru ýmsar sérrannsóknir gerðar þ. á m. blóð- og þvagrannsóknir. Konan fær tækifæri til að spyrja og fræðast og fá lausn á ýmsum sérvandamálum, sem upp kunna að koma í sambandi við meðgönguna. Á seinni árum hefur konum í meðgöngu gefist kostur á svo- kölluðum slökunarnámskeiðum, sem byggast á fræðslu um getn- aðinn og þróun fóstursins í gegnum meðgönguna. Konan er búin undir fæðinguna eins og hægt er með fræðslu, öndunaræfingum og leikfimi. Rætt er um hin ýmsú vandamál sem geta komið upp i meðgöng- unni, hvernig best er að bregðast við þeim og reynt er að auka skilning verðandi foreldra á því hlutverki sem bíður þeirra. Talað er um sængurleguna og mikilvægi brjóstagjafar fyrir móður og barn. í lok hvers tíma gefst konunni kostur á að ,,slaka á”. Láta þreytu og streitu líða úr líkamanum og einbeita huganum við það eitt að hvíla og slaka á öllum vöðvum og taugum líkamans. Takist konunni að læra þessa tækni og nota á réttan hátt kemur það henni að góðu haldi í fæðingunni við að nýta sem best þær hvíldir sem gefast á milli hríða. Eftir fæðingu ættu allar konur að stunda leikfimisæfingar sem þær fá upplýsingar um í sængurlegu. Flýtir það fyrir uppbyggingu og endurhæfingu líkamans, s.s. grindarbotnsvöðvanna sem mest mæðir á í meðgöngu og fæðingu. HLIMII.DIR: (ílósur og punklar l'rú (iuómundi Jóhannessyni, Hvu S. Hinarsdóllur oy Sigurði S. Magnússyni, Krislinu I. Tómasdóllur Svövu SlcliinsdólInr

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.