Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1980, Blaðsíða 24

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1980, Blaðsíða 24
24 LJOSMÆÐRABLAÐIÐ Atli Dagbjartsson læknir Um bakteríu— sýkingar hjá nýburum Á nýburaskeiðinu, sem af flestum er talið spanna 4 fystu vikur lífsins, eru bakteríusýkingar einhver hættulegasti og tímafrekasti sjúkdómaflokkur, sem fengist er við. Talið er, að um 10—20% af nýburadauðsföllum orsakist af bakteríusýkingum og að hjá 3—5% af andvana fæddum börnum finnist bakteríusýking.1 Tíðni sepsis neonatorum er talin vera 1 af hverjum 1000 lifandi fæddum fullburða barna og 1 af hverjum 250 lifandi fæddra fyrirburða.2 Þar við bætast svo hin mörgu tilfelli af húðsýkingum nýfæddra, ennfremur naflasýkingar, lungnabólgur og þvagfæra- sýkingar. Pathofysiologia Af því, sem að ofan er sagt, má ljóst vera, að bakteríusýkingar eru mun algengari og hættulegri nýburum en öðrum aldursflokk- um. Orsakir þessa eru margþættar. Ónæmiskerfi nýfæddra barna eru vanþroskuð. Til þess að mynda ónæmi þarf líkaminn áreiti. Verndaður í móðurkviði af belgjum og legvatni verður líkami fóstursins ekki fyrir því áreiti

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.