Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1980, Page 24

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1980, Page 24
24 LJOSMÆÐRABLAÐIÐ Atli Dagbjartsson læknir Um bakteríu— sýkingar hjá nýburum Á nýburaskeiðinu, sem af flestum er talið spanna 4 fystu vikur lífsins, eru bakteríusýkingar einhver hættulegasti og tímafrekasti sjúkdómaflokkur, sem fengist er við. Talið er, að um 10—20% af nýburadauðsföllum orsakist af bakteríusýkingum og að hjá 3—5% af andvana fæddum börnum finnist bakteríusýking.1 Tíðni sepsis neonatorum er talin vera 1 af hverjum 1000 lifandi fæddum fullburða barna og 1 af hverjum 250 lifandi fæddra fyrirburða.2 Þar við bætast svo hin mörgu tilfelli af húðsýkingum nýfæddra, ennfremur naflasýkingar, lungnabólgur og þvagfæra- sýkingar. Pathofysiologia Af því, sem að ofan er sagt, má ljóst vera, að bakteríusýkingar eru mun algengari og hættulegri nýburum en öðrum aldursflokk- um. Orsakir þessa eru margþættar. Ónæmiskerfi nýfæddra barna eru vanþroskuð. Til þess að mynda ónæmi þarf líkaminn áreiti. Verndaður í móðurkviði af belgjum og legvatni verður líkami fóstursins ekki fyrir því áreiti

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.