Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1980, Blaðsíða 41

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1980, Blaðsíða 41
LJOSMÆÐRABLAÐIÐ 41 4. Setning markmiðs sem þarf að nást. a. samstundis b. eftir nokkurn tíma c. lokamarkmið Meðhöndlun 5. Gera framkvæmdaráætlanir. 6. Framkvæmdin. 7. Mat árangurs. 8. Fylgja eftir áætlun og henni breytt ef ástæða þykir til. Sjúkrasaga sú sem er notuð, miðast við nákvæmar upplýsingar, sjúkrasögu, fjölskyldusögu, rannsóknir og fyrirmæli, ásamt venjulegri skoðun og niðurstöðum hennar. Þá koma dagsettar framvindunótur um hvert vandamál fyrir sig, sem eru skilgreind á þennan hátt S.O.A.P., en S. stendur fyrir subjectiv, O. objectiv (huglægar), A. assessment (mat), P. plan (áætlun) en þá er reynt að samræma vilja sjúklings sjálfri meðferðinni. Nokkur reynsla er nú komin á notkun ferlisins, einkanlega erlendis, þar sem það ryður sér til rúms. Sýnt hefur verið fram á að ef það er notað ásamt betur menntuðu hjúkrunarfólki, leiði það til þess að þeir „sjúklingar, sem hafa verið meðhöndlaðir eftir því, koma fimm sinnum sjaldnar á sjúkrahús, en sjúklingar frá öðrum deildum. Dvalartíminn hefur einnig stytst frá fjórum vikum í þrjar vikur”.(l) Hér á landi eru nokkrar deildir sem hafa komið þessu á. Einnig hefur verið gerð tilraun með það á Heilsugæslustöðinni á Egils- stöðum. Nokkuð snemmt er að skera úr um reynslu þess hér á landi, þar eð það tekur tíma að tileinka sér ný vinnubrögð og nýjan hugsunarhátt. Helstu rökin gegn því að hagnýta ferlið hafa verið, að því fylgi aukin skriffinnska, sem flestum þykir nóg fyrir, en ég tel að það sé á nokkrum misskilningi byggt. Það er meðal annars miðað við að skrá ekki nema það sem marktækt getur talist, en þess í stað fylgja þeim þáttum betur eftir sem úrlausnar þurfi. Hver kannast ekki við skriffinnsku á borð við þessa morgun eftir morgun: ,,Jón svaf

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.