Ljósmæðrablaðið - 01.04.1980, Blaðsíða 11
UOSMÆÐRABLAÐIÐ
II
Brjóstamjólk og lyf
Þýtt af Evu Einarsdóttur.
Brjóstamjólk og lyf
Grein þessi erþýdd úr bókinni Amning, útgefinni af Socialstyr-
elsen í Sverige 1976.
Þekking er tiltölulega af skornum skammti um það hvernig lyf
berast í brjóstamjólk, að miklu leyti vegna þess að erfitt er að gera
tilraunir á mönnum og vandkvæðurri er bundið að ákveða magn
lyfja í brjóstamjólk.
Öll lyf, sem kona með barn á brjósti neytir, skiljast út að vissu
marki með brjóstamjólkinni. Útskilnaðurinn er undir því kominn
hversu laustengd þau eru og hversu uppleysanleg þau eru í fitu og
vatni og líklega einnig af öðrum ókunnum ástæðum.
Flæðið (diffutionin) af hinum litlu vatnsuppleysanlegu sam-
eindum svo sem í þvagefni og alkoholi er jöfn á báða vegu, magn
er því að mestu leyti samsett úr veikum sýrum og veikum lút sem
greinast sundur svo þau verða uppleysanleg í fitu. Lyf sem
uppleysanleg eru i fitu komast auðveldar í gegnum frumuhimnuna
heldur en ótengd lyf sem uppleysanleg eru í vatni. pH (sýrustigið) í
mjólkinni er normalt nokkuð lægra en í blóðvökvanum (plasma).
Lyfið er mismunandi sundurgreint sitt hvorum megin við
frumuhimnuna eftir því hvort það er sýra eða lútur. í sumum til-
fellum útskilst lyfið með mjólkinni. Sérstaklega á það við um
veikan lút, en þá má finna meiri þéttleika þess í mjólkinni en í
blóðvökvanum (plasma), t.d. erythromycin. Aftur á móti berast
sýrur aðeins í litlu magni yfir í mjólkina og finnast því í litlum mæli
í henni t.d. penicillin. Yms önnur efni t.d. joð, bróm og thiouracil
berast í móðurmjólk og virðist virk tilfærsla frá blóðvökva
(plasma) til mjólkur vera undirrót þess. Sjá töfluna yfir lyfin. Lyf
sem bindast þétt próteini, fara í minna magni í móðurmjólk en í
óbundnu formi.
í sumum tilfellum er möguleiki á að lyfið berist til baka frá
mjólk til blóðvökva (plasma). Það er því erfitt í reynd að ákveða
hversu lyf berast í móðurmjólk.