Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1980, Blaðsíða 16

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1980, Blaðsíða 16
16 LJOSMÆÐRABLAÐIÐ 500 ml. mjólkur, en það verður að teljast lítið magn. Skýrt hefur verið frá tilfelli um hæmolytiskt anæmi hjá barni á brjósti, þar sem móðirin notaði þetta lyf. Metronidazol t.d. (Flagyl ®) berst í mjólk í miklu magni og skal því ekki gefa konum með börn á brjósti. Psykofarmaka (geðlyf) Chlorpromazin berst aðeins í svo litlu magni í mjólkina að það er ekki talin vera nein hindrun að hafa barn á brjósti. Imipramin og Opipramol t.d. (Tofranil® og Ensidon® ) berast í svo litlu magni í mjólkina, og hafa ekki áhrif á barnið. Amfetamin berst í mjólkina, en ekki er vitað um þau áhrif sem það gæti haft á barnið. Það skal því ekki gefa konum með börn á brjósti því að lyfið getur orðið vanabindandi. Koffein berst í mjólkina, en það virðist ekki hafa áhrif á barn- ið. Litium er hægt að finna í litlu magni í mjólkinni, ef það er not- að. Almennt er ráðið frá að nota það jafnvel þótt ekki hafi sést neinar öruggar aukaverkanir. Endokrinologisk lyf (hormónalyf) Kortikosteroidar, Progesteron og Östrogen berast í litlum mæli í mjólkina, en þau geta lengt gulu (icterus) hjá nýfæddu barni fyrst eftir fæðingu með því að setja enzymkerfi í lifrinni úr sam- bandi. Sumar konur útskilja í mjólkinni talsvert magn af hormón- inu pregnandiol fyrst eftir fæðinguna. Þetta tefur fyrir því að en- zymið glukuronyltransferases verði virkt og veldur þar með neon- atal icterus sem gæti framlengst um nokkrar vikur. Progesteron í getnaðarvarnalyfjum (P. pillunni) dregur einnig úr mjólkurfram- leiðslunni hjá konunni, ef hún byrjar að nota P. pilluna fljótlega eftir fæðinguna, en eftir að nokkur tími er liðinn frá fæðingu og mjólkurframleiðslan hefur aðlagast þörfum barnsins virðast áhrifin minni, þ.e. ef notaðar eru nýrri gerðir af P. pillum sem innihalda lítið östrogen, daglegur skammtur östrogens sé ekki yfir

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.