Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1980, Blaðsíða 26

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1980, Blaðsíða 26
26 LJOSM/tÐRABLAÐIÐ til við framleiðslu þeirra sjálfur, þar eð helmingunartími IgG er aðeins nokkrar vikur. Inn í líkama nýfædds barns eru opnar leiðir fyrir bakteríur í gegnum húð, naflastreng og lungu. Húð nýburans, einkum ef um er að ræða fyrirburð, er þunn og óvarin, þar sem á henni finnast ekki bakteríur. Hennar eina vörn er fósturfitan (vernix caseosa), sem oftast er þvegin af skömmu eftir væðingu. í gegnum nafla- strenginn getur fóstrið smitast af bakteríum úr blóði móðurinnar, en þegar svo búið er að skilja á milli og naflastrengurinn tekur að hrörna verður hann ágætis gróðrastía fyrir bakteríur. Lungu i fóstri eru ekki samanfallin heldur fyllt af sekreti þeirra sjálfra. Það verkefni, sem lagt er á nýburann við fæðingu, að losa lungun við sekret þetta og fylla þau af lofti, er eitthvað það erfið- asta, sem mætir einstaklingnum á lifsleiðinni. Það er svo erfitt, að 1—2% allra nýbura rifa lungu sín við það.4 Lungnablöðrurnar hreinsast ekki alltar í einu vetfangi, en sekretið, sem oft er nokkr- ar klukkustundir að ganga upp, er einstaklega gott æti fyrir bak- teríur. Þegar hafður er í huga ofangreindur skortur á vörnum nýbura gegn bakteríusýkingum, er augljóst, að ef bakteriur komast inn í líkama þeirra á einn eða annan máta margfaldast þær og dreifast mjög hratt. Eftir að svo er komið, er um að ræða spesis neonator- um, þar sem reikna skal með því, að bakterúr finnist í öllum hugs- anlegum likamsvökvum, s.s. blóði, þvagi, mænuvökva, kviðar- holsvökva og mögulega einnig brjóstholsvökva. Bakteriologia Helstu bakteríur, sem valda sýkingum hjá nýburum, eru taldar upp í töflu 1. Á leið sinni í gegnum fæðingarveginn og út, er nýburinn útsett- ur fyrir bakteríusýkingar, einkum af völdum coli baktería. Frá umhverfi, áhöldum og höndum umalanda getur nýburinn smitast af gram pos. og gram neg. bakteríum. Talið er, að staphyloccus aureus geti lifað vikum saman í ryki, svo sem gólfryki, en þýðingarmesti smitberi staphylococca til ný-

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.