Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1980, Blaðsíða 8

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1980, Blaðsíða 8
8 LJOSMÆÐRABLAÐIÐ Hræðsla við kynlíf og að standa sig ekki sem foreldrar, hefur mikið að segja. Ákveðinn hópur fólks, s.s. kvenna sem hafa átt við einhver félagsleg vandamál í uppvextinum, finnst oft að með- gangan sé ógeðfelld og að fóstrið sé snýkill sem þær sitji uppi með. Þessar konur eru oft hræddar við vanskapnað og afbrigði- legar fæðingar. Ómeðvituð og meðvituð vandamál vakna oft við meðgöngu og óttinn við það óþekkta getur valdið vítahring í meðgöngu og í fæðingu. Þær konur sem lenda í þessum vítahring eru hinar svokölluðu „óhemjur”, þ.e.a.s. hræddar konur. Við getum unnið fyrirbyggjandi og hjálpað með fræðslu. Góð fræðsla veitic öryggi. Starfsfólk má ekki bara hugsa um hvað er að gerast líkamlega, heldur fylgjast líka vel með andlegu hliðinni. Eins og áður segir koma fram líkamlegar og andlegar breyting- ar i meðgöngunni og miklar tilfinningasveiflur geta orðið, allt frá mikilli gleði til mikils þunglyndis, án þess þó að teljast óeðlilegt ástand. Hlutverk föðurins í meðgöngunni er mjög mikilvægt og krefst það oft mikils þolgæðis og umburðarlyndis að eiga vanfæra eigin- konu. Konunni finnst oft að maðurinn standi utan við ástand sitt og vill ekki leyfa honum að vera virkur þátttakandi. Reynt hefur verið að skýra ástand konunnar og skipta í stig eftir lengd meðgöngu. I. STIG. I. TRIMESTER Á fyrstu 3 mánuðum koma oft fram miklar tilfinningaólgur, stutt er á milli hláturs og gráts. Líkamleg vanlíðan kemur oft fram í formi þreytu og ógleði og svimi er algengur. A þessu stigi er konan ósjálfstæð, þarf meiri stuðning, meiri eftirtekt og samúð. II. STIG. II. TRIMESTER Annað stig meðgöngu er tími eftirvæntingarinnar, barnið verð- ur áþreifanlegra. Konan fer að finna fósturhreyfingar, og er oftast ánægð með ástand sitt, lífið og tilveruna. III. STIG. III. TRIMESTER Á þrem síðustu mánuðunum aukast sálrænu erfiðleikarnir aftur. Konan verður kvíðin, óróleg, og oft grípur hana sú hugmynd að hún fæði andvana eða vanskapað barn. Þá kemur stundum sú tilfinning að nú verði ekki aftur snúið og upp hleðst

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.