Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1980, Blaðsíða 45

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1980, Blaðsíða 45
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 45 Svarbréf frá Félagi íslenskra kvensjúkdómalækna. Ljósmæðrafélag íslands, frú Steinunn Finnbogadóttir, formaður 8. febrúar 1980 Vegna bréfs yðar dagsett þann 4. febrúar 1980 og fyrirspurnar Ljósmæðrafélags íslands um þörf ljós- mæðra við mæðraskoðanir, óskar Félag islenskra kvensjúkdómalækna að taka fram eftirfarandi: Við lítum á mæðravernd og fæðingarhjálp sem tvær hliðar á sama máli. Það er samdóma álit þeirra sem fást við fæðingarhjálp að þáttur mæðraverndar vegi meira í hinni miklu lækkun burðarmálsdauða, sem orðið hefur seinustu 20 árin, en þær framfarir sem orðið hafa í fæðingarhjálp. Mæðravernd með öllum þeim fyrirbyggjandi ráðstöf- unum, sem við verður komið, krefst í dag mikillar sér- menntunar og reynslu. Góð mæðravernd fæst við náið samstarf ljósmóður og fæðingarlækms. Þar getur hvorugt án hins verið. Vissulega ber að fagna aukinni menntun annarra heilbrigðisstétta í fæðingarfræði, sem hluta af menntun þeirra í almennri læknisfræði. Það er þó álit okkar að slík skammtíma menntun nægi hvergi nærri til þess að annast mæðravernd svo vel sé. A það skal bent að ljósmæður framkvæma skoðanir og taka sjálfstæðar ákvarðanir út frá eigin mati á ástandi sjúklings oft án þess að læknir sé viðstaddur. Félag íslenskra kvensjúkdómalækna telur það algjöra forsendu góðrar mæðraverndar að hún sé að verulegu leyti framkvæmd af Ijósmæðrum, sem hafa fengið haldgóða menntun í nútíma fæðingarfræði. —

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.