Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1980, Blaðsíða 36

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1980, Blaðsíða 36
36 LJOSMÆÐRABLAÐIÐ Sólveig Þórðardóttir Ijósmóóir. Hugleiðing um starfsréttindi Ijósmæðra, og slökunar— námskeið Engum sem vinnur að fæðingarhjálp í dag blandast hugur um að slökunar- og fræðslunámskeið séu nauðsynlegur þáttur í fæðingarhjálp. Frú Hulda Jensdóttir er brautryðjandi í þessum efnum á íslandi, og á hún þakkir skilið fyrir skelegga baráttu þar að lútandi. En þrátt fyrir að öllum sé ljós nauðsyn þessa þáttar í mæðravernd, er því miður víða pottur brotinn í þessum efnum. Óvíða utan Stór-Reykjavíkursvæðisins eiga konur kost á slíkum námskeiðum. Því hlýtur að vakna sú spurning, hver sé orsök þess að svo sé. Er það vegna þess að ljósmæður hafa ekki litið á það sem sitt verksvið, eða vegna þess að þær hafa ekki tíma né aðstæður til að vinna að því? Mér er nær að halda að hvort tveggja komi til. Mjög svo breytt viðhorf innan heilbrigðisstétt- anna, vegna örrar þróunar, bæði efnahags- og tæknilega, hefur leitt til þess að nýjar stéttir hafa orðið til innan heilbrigðiskerfis- ins, sem hefur aftur leitt til þess að hefðbundin störf innan stétta t.d. hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra, hafa lent í höndum ann- arra stétta. Á þingi Alþjóðasambands ljósmæðra 1972 í Washing- ton í Bandaríkjunum, var starfssvið ljósmæðra skilgreint þannig: „Fæðingarhjálp, umönnun um meðgöngutímann, meðferð ung- barna og mæðra eftir fæðingu, fjölskylduáætlanir og foreldra- fræðsla.” Ef við lítum á þau störf, sem ljósmæðrum er ætlað eftir samþykktinni, vantar nokkuð á að þau séu öll verksvið ljósmæðra

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.