Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1980, Blaðsíða 7

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1980, Blaðsíða 7
LJOSMÆÐRABLAÐIÐ 7 60% barna eru velkomin. 16% af tilfellunum er konan ekki viss. 17% barna eru ekki velkomin. 6% eru börnin algjörlega óvelkomin. Á þessum tölum sést að foreldrar eru mjög misjafnlega búnir undir það líkamlega og andlega álag, sem fylgir meðgöngu og því að eiga barn. Um ákveðinn hóp kvenna er hægt að tala um sem „félagslegan áhættuhóp”. Það eru t.d. mjög ungar mæður, konur með erfið heimili, veikar konur og bæklaðar, sem ekki geta unnið. Þessum konum og öðrum sem þurfa á félagslegri aðstoð að halda er ráð- lagt að tala við félagsráðgjafa og fræðast um réttindi og trygg- ingabætur. Konur sem forfallast frá vinnu vegna barnsburðar og uppfylla eftirfarandi skilyrði eiga rétt á atvinnuleysisbótum í fæðingarorlofi. A: Eru fullra sextán ára og eru fullgildir félagsmenn í verka- lýðsfélögum. B: Hafa unnið a.m.k. 1032 dagvinnustundir við störf sem tryggingarskyld eru samkvæmt lögum um atvinnuleysistrygging- ar, eða 516 dagvinnustundir sé um reglubundna hálfsdagsvinnu að ræða, enda hafi vinna verið greidd samkvæmt kjarasamningi eða taxta verkalýðsfélags. Meðlög og bætur til ekkna, ekkla og einstæðra foreldra er skylt að greiða og er vísað i upplýsingabækling sem Tryggingarstofnun ríkisins gefur út. En hvers vegna viljum við eiga börn? Fyrir því liggja margar ástæður og er það einstaklingsbundið hvort vilji er fyrir hendi þar að lútandi eða ekki. Þó er það staðreynd að flestir finna þá þörf i lífinu að geta af sér afkvæmi m.a. til að sanna getu sína, að karl- maðrinn sé sannur karlmaður og að konan sé kona og móðir. Þjóðfélagslegur og félagslegur þrýstingur skiptir miklu máli, krafa umhverfisins um að vera fullkomin fjölskylda. Samband hjóna eða einstaklinga er oft ekki fullkomið fyrr en við barns- burð. Enn einn þátt má nefna sem er töluvert algengur og um leið mjög neikvæður og óæskilegur. Þ.e. ef fólk ætlar sér að leysa sambýlisvandamál með því að eignast barn. Einstaklingar sem ekki hafa áhuga á að eignast börn, hafa oft blandaðar tilfinningar gagnvart þeirri ábyrgð og fórnum sem barnauppeldi fylgir.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.