Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1980, Page 27

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1980, Page 27
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 27 bura er tvímælalaust hjúkrunarliðið, sem smitar þá með höndum sínum og úða frá öndunarvegum. Beta hæmolytiskur streptococcus af grúppu B er mjög sjaldan sjúkdómavaldur fyrir eldri aldursflokka, en talið er, að hann sé til staðar í vagina a.m.k. 10% kvenna.5Á síðustu árum hafa menn í auknum mæli veitt athygli lífshættulegum sýkingum i nýburum af völdum þessara baktería. í mörgum tilfellum og jafnframt þeim hættulegustu virðist svo sem nýburi smitist á leið sinni í gegnum fæðingarveginn. Þessi baktería reynist hinn mesti vágest- ur, einkum ef hún nær að valda heilahimnubólgu. Pseudomonas pyocyaneus er hinn frægi „water bug”, sem lifir og margfaldast í raka. Til nýburans kemst sú baktería einmitt frá rakatækjum og öðrum áhöldum, sem legu sinnar vegna eru umlukt raka, svo sem barkaslöngum. Listeria monocytogenes lifir oft i chroniskum leghálssárum og getur smitað nýburann í fæðingunni. Mér vitanlega hefur slík sýk- ing ekki fundist hér á landi ennþá. Á síðustu árum er talið að veruleg aukning hafi orðið á lekanda og sárasótt hjá hinum svokölluðu siðmenntuðu þjóðfélögum. Því ber að virða þær tilraunir, sem gerðar eru til að fyrirbyggja sýk- ingar þessar hjá nýburum með því að leita að sárasótt hjá þunguðum konum og dreypa auga allra nýbura með silfurnitrati. Aðrar bakteríur en ofantaldar eru mun sjaldgæfari og sýkingar af þeirra völdum ekki teljandi frábrugðnar sýkingum hjá eldri ein- staklingum. Oft er það svo, að nýburi er sterklega grunaður um sepsis, enda þótt ekki takist að sanna það með ræktun. Bent hefur verið á, að í þeim tilfellum sé oft um að ræða sýkingu af völdum anerób baktería.6 Bacteriology E. coli Staph. aureus B hemol. strep. Gr. B Pseudomonas pyocyaneus Listeria monocytogcnes Neisseria gonorrhocae TAFLA 1 TAFLA2 Anticipation Maternal factors Infection P.R.O.M.* I.D.M.** Prcmaturitas Posimalurilas

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.