Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1981, Side 6

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1981, Side 6
4 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ fínt, sem ég ætti að lækna mömmu með, en það reyndist eitthvað ekki eins auðvelt og ég hélt. Samt gréri þetta, en meðan það var að gerast, var læknirinn sóttur á næsta bæ og kom þá við heima til að vita hverng sárið hefðist við. Honum var sagt að ég hefði skipt á því á hverjum degi. Hann leit á það og sagði: „Ætli stelpan verði ekki bara hjúkrunarkona.” Ég hugsaði oft um þetta orð, sem ég hafði aldrei heyrt áður, og braut heilann um það án þess að skilja hvað það þýddi, en þegar ég spurði um það, var mér sagt að það væri kona sem hjúkraði veiku fólki. Upp frá því hugsaði ég sífellt um að verða hjúkrunarkona þegar ég yrði stór. Á árunum kringum 1930 var mikið talað um kristniboðíð í Kína. Þá þráði ég svo mikið að fara í Hjúkrunarskólann og fara siðan til Kína. Ég man ekki hvaða ár það var, sem hjúkrunarnám- skeið var haldið á Hellissandi, líklega 1927—28. Þangað fór ég og fannst mjög gaman og eftir það var ég ákveðin í að fara í Hjúkr- unarskólann, en það rann allt út í sandinn. í Ljósmæðraskólann fór ég haustið 1930, það ár var skólinn lengdur upp í eitt ár úr níu mánuðum. Þá kenndi bóklega námið prófessor Guðmundur Thoroddsen, en verklega námið Jóhanna Friðriksdóttir yfirljósmóðir. Við vorum 11 við námið um vetur- inn, en ein útskrifaðist úr skólanum um vorið, eftir níu mánuði. Það var Arndís Eiríksdóttir, sem lengi starfaði í Holtahreppi í Holtum i Rangárvallasýslu. Hún mun vera sú síðasta, sem tók próf úr Ljósmæðraskólanum eftir níu mánaða nám. Þá voru þrjár ljósmæður í Reykjavík, sem tóku nema til að hafa með sér við fæðingar i heimahúsum. Við gengum til skiptis með þeim út um bæinn til sængurkvenna. Ljósmæðurnar, sem höfðu okkur nemana með sér voru Þuríður Bárðardótir, Þórunn Á. Björns- dóttir og Þórdís Carlquist. Ég var með Þuríði og var það mjög mikilsverður þáttur í náminu, sem ég hefði ekki viljað vera án. Þar sá ég þá sárustu fátækt, sem ég hafði ekki áður kynnst. Einu sinni var allsleysið svo algert, þegar við komum til konunnar sem var að fæða, að hún átti ekkert hreint á rúmin. Hún hafði þvegið allt af rúmunum um morguninn, þvotturinn því blautur og ekkert til skiptanna. Þrjú börn, sitt á hverju árinu stripluðust í herberginu, þar sem konan var að fæða. Hún hafði líka þvegið af þeim og ekkert átt til að láta þau fara í á meðan, sagði að börnin

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.