Ljósmæðrablaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 16
14
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
Álfheiður Steinþórsdóttir
sálfræðingur
Sálfræðingar og
fæðingarhjálp
Á undanförnum árum hefur mikil þróun átt sér stað hvað’varð-
ar allan aðbúnað á fæðingardeildum Norðurlandanna. Á hinn
bóginn virðist sem að á íslandi hafi áherslan nær eingöngu verið
lögð á læknisfræðilegar og tæknilegar framfarir, en sálfræðilegri
þekkingu á áhrifum meðgöngu og fæðingar hefur verið lítill
gaumur gefinn.
Enginn mun þó mæla því í mót, að meðganga og fæðing barns
mótar allt líf fjölskyldunnar. Fjöldi rannsókna (N. Uddenberg, E.
Lagerkrantz, L. Brudal o.fl.) hafa sýnt fram á nauðsyn þess að
líta á sálræna og líkamlega líðan sem heild og lagt áherslu á að
mæðraskoðun, fæðingardeildir og ungbarnaeftirlit komi á sam-
vinnu sín á milli til stuðnings fjölskyldum á þessu timabili. Sam-
kvæmt reynslu starfsfólks er oft hægt þegar í mæðraskoðun að
sjá ef eitthvað er að hjá móður — og vitað er, að ef ekkert er gert
til aðstoðar, verða erfiðleikarnir enn meiri eftir fæðingu barnsins
sem aftur getur haft djúpstæð áhrif á innbyrðis samband foreldr-
anna og tengsl þeirra við barnið.
Sálfræðiþjónusta
Hér á landi hefur þjónusta sérfræðinga við fjölskyldur á þessu
tímabili takmarkast við meðferð alvarlegri geðrænna einkenna
t.d. vegna fæðingarpsychosis móður.
Sú spurning hlýtur að vakna, af hverju sálfræðingar komi ekki
fyrr til aðstoðar á þessu tímabili, þar sem menntun þeirra hefur að
grunni sálræna þróun mannsins, viðbrögðum hans við álagi og
þekkingu á aðferðum til að takast á við erfiðleikana.