Ljósmæðrablaðið - 01.04.1981, Page 19
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
17
Arnar Kauksson læknir
Monitor, ný tækni
við yfirsetu í
fæðingu —
Fósturhjartsláttarrit
Skilgreining
Orðið monitor er úr latínu og merkir sá sem minnir á, eða sá
sem varar við. í læknisfræði hefur orðið fengið sérhæfða merk-
ingu. Þar er það notað til þess að tákna reglubundna eða sam-
fellda skráningu á lífeðlisfræðilegri starfsemi mannslíkamans. í
suma monitora er innbyggt aðvörunarkerfi, sem gefur til kynna
þegar slík starfsemi fer út fyrir eðlileg mörk og hefur þannig
tækið fengið sína upprunalegu merkingu, sá sem varar við.
Yfirseta í fæðingu
í fæðingu er margs að gæta og margt að skrá, bæði hjá móður
og fóstri. Hjá móður mælum við hita, púls, blóðþrýsting og leg-
samdrátt ásamt leghálsbreytingum.
Hjá fóstri getum við mælt fósturhreyfingar, öndunarhreyfing-
ar, fósturhjartslátt og fósturblóðgös.
Þessari grein er ætlað að skýra notkun monitors við skráningu
fósturhjartsláttar (FHR), en því var minnst á áðurnefnd atriði að
þau hafa veruleg áhrif á niðurstöður slíkrar skráningar.
Nefnum dæmi:
Hitabreytingar móður, einkum hækkaður hiti, hafa veruleg
áhrif á fóstrið. Tachycardia hjá fóstrinu er oft fyrsta merki um
hita hjá móður og langvinn tachycardia getur leitt til acidosis hjá
fóstrinu.