Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1981, Side 20

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1981, Side 20
18 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ Ef fylgja er orðin léleg veldur lækkaður blóðþrýstingur móður, t.d. sé hún undir sterkum verkja- og deyfilyfjum, í epidural deyf- ingu og svo framvegis, minna blóðflæði til fósturs og virkar sem álag á það. Hraður púls móður (tachycardia) getur valdið hröðum púls hjá fóstrinu með áðurnefndum afleiðingum. Við notum hefðbundna mælitækni til að fylgja hita, púls og blóðþrýstingi: hitamæli, blóðþrýstingsmæli og talningu á púls, en háþróuð tæki eru til, sem tengja má beint við móður og fá þannig stöðuga skráningu á þessum þáttum. Fósturöndunarhreyfingum var fyrst lýst af Boddy og Robinson 1971, sem mælikvarða á vellíðan fósturs. Flestir nota hátíðni- hljóðritun (A-scann ultrasound). Slíkt tæki er stórt og fyrirferðar- mikið. Ólíklegt er því að það komist i almenna notkun við fæðingar. Skráning móður á fósturhreyfingum hefur gróft gildi sem mat á vellíðan fósturs á meðgöngutímanum, en þegar komið er á fæðingastofu er það gagnslaust gagnvart þróaðri rannsóknaað- ferðum. Leghálsútvíkkun er almennt fylgt eftir með vaginal þreifingu, af ljósmæðrum þeim og læknum sem fæðinguna annast. Menn hafa einnig smíðað tæki, sem hægt er að koma fyrir í leggöngum og mælir nákvæmlega útvíkkunina og áhrif einstakra hríða á leg- hálsinn. Þetta er á tilraunastigi, enn sem komið er. Skráning legsamdrátta, hríða Legsamdrættir hafa meginþýðingu við lestur og túlkun FHR- rita. Margar aðferðir eru til þess að meta fjölda, lengd og styrk- leika þeirra. Elsta aðferðin er með þreifingu á kvið. Síðar komu til þrýstinemar, sem spenna má á kvið konunnar yfir legbotni (fund- us) (tocodyna mometer). Það þarf nokkra æfingu í að staðsetja þá rétt, eigi þeir að gefa áreiðanlegar upplýsingar. Niðurstöður þeirra breytast við breytta legu sjúklings og verða mjög óöruggar hjá feitum sjúklingum. Nákvæmust mæling fæst með því að setja holan, grannan, vatnsfylltan legg upp í legið, eða legg með þrýst- ingsnema, sem síðan er tengdur við „monitor” sem skráir á rit bæði byrjun, lengd, styrkleika og tíðni hríðanna (intrauterin pressure registration). Þetta er ekki hættulaus aðgerð nema í höndum þjálfaðs starfsliðs.

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.