Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1981, Síða 21

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1981, Síða 21
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 19 Skráning fósturhjartsláttar (FHR) Fyrstu „monitorar” í fæðingu voru yfirsetukonur, ljósmæður og læknar. Engin tæki geta leyst þau af hólmi, heldur eiga tækin að vera þessu fólki til hjálpar. Við ráðum nú yfir fjórum aðferð- um við að mæla og skrá hjartslátt fósturs, premur óbeinum, áverkalausum aðferðum (noninvasive), og einni beinni áverkaað- ferð (invasive), auk hlustunarpípunnar gömlu, sem við minnumst á síðar. Óbeinar áverkalausar aðferðir (noninvasive) við fóstur- hjartsláttarritun (FHR) 1) Óbein fósturhjartaafritun (abdominal electrocardiographia, ECA). Strax 1906 var vitað að nema mætti fósturhjartslátt með raf- skauti (electrode) staðsettu á kvið móður. (Mynd 1). Þessi aðferð á þó enn í dag við marga örðugleika að etja og sá er mestur, að VERKUN ÚTSKRIFT 5 m»ec« at 120 bpm. Samtíma móður/fóstur complex signal signal Srafskaut WID™ INTERVAL RafboS Mynd 1. Fósturhjartsláttarafritun frá kvið móð.ur ásamt útskrift. Takið eftir mengun frá hjartslcetti móður. ,,QRS complex” móðurinnar mengar ritið frá fóstrinu, þannig að þegar hjartsláttur fósturs og móður fellur saman hylst fósturút- slagið. Við sjáum það ekki og getum því ekki mælt það eða látið monitor telja það. Reynt er að endurbæta þessa monitora, í áhættutilfellum eru þeir ekki nógu áreiðanlegir. Kostur er að þetta er algjörlega áverkalaust (noninvasive) og því heppilegt til þess að skrá hjartslátt fósturs á meðgöngutíma og byrjun fæðingar. Fóstur ECG Móður ECG Approx. 500 msec*

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.