Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1981, Page 31

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1981, Page 31
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 29 Þorgerður Benediktsdóttir lögfræðingur Fæðingarorlof almanna- trygginga í mars 1981 Með lögum nr. 97 frá 29. desember 1980 um breytingu á lögum um almannatryggingar, sem gengu í gildi 1. janúar 1981, var nýr bótaflokkur, fæðingarorlof, felldur undir almannatryggingar. Fram til þess tíma áttu konur annars vegar samningsbundinn rétt til launa frá atvinnurekanda í fæðingarorlofi (yfirleitt í skamman tima) og hins vegar var um að ræða atvinnuleysisbætur i fæðing- arorlofi. Opinberir starfsmenn og bankastarfsmenn höfðu þó þá sérstöðu að eiga rétt til óskertra launa í þriggja mánaða fæðingar- orlofi, og helst sá réttur óháður almannatryggingalöggjöf. Þær konur, sem ekki störfuðu á vinnumarkaðnum, s.s. heima- vinnandi húsmæður og bændakonur, svo og þær konur, sem unnu utan heimilis án þess þó að uppfylla skilyrði atvinnuleysis- tryggingarlaga um fæðingarorlofsgreiðslu, voru réttlausar á þessu sviði, og var hér um stóran hóp að ræða. Með hinu nýja fyrirkomulagi er nú öllum konum, sem lögheim- ili eiga á íslandi, tryggð greiðsla fæðingarorlofs í þrjá mánuði. Flestar konur sækja nú þenna rétt sinn til almannatrygginga, en opinberir starfsmen og bankastarfsmenn halda rétti sínum til launa í fæðingarorlofi óbreyttum, eins og áður greindi. Nokkur hluti þeirra uppfyllir þó ekki skilyrði til greiðslu launa í fæðingar- orlofi og er honum því tryggður réttur til fæðingarorlofsgreiðslu almannatrygginga. Þannig er nú komið í veg fyrir að nokkur kona sé réttlaus á þessu sviði.

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.