Ljósmæðrablaðið - 01.04.1981, Qupperneq 35
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
33
Með hraðfara frumuskiptingu, myndast fyrst hnöttóttur hnyk-
ill, „Morula” sem er 12—16 frumur. Allar þessar frumur sýnast
af sömu gerð. Þær greinast þó í „innercellmass” sem þróast í
fóstur og „outercellmass” sem þróast í fylgju og fósturhimnur.
Áfram verður hröð frumuskipting og vökvi þröngvar sér á milli
innercellmass og outercellmass. Þetta holrúm sem myndast kallast
blastocele. Þegar þessi vökvi þröngvast á milli þrýstir hann inner-
cellmassanum saman að öðrum pól eggsins. Innra frumulagið
kallast nú embryoblast og ytra frumulagið kallast nú trophoblast.
Á 4. degi er eggið komið inn i legholið og á 7. degi byrjar það að
grafa sig inn í endometrium og er það fósturpóllinn sem gefur sig
fyrst.
í lok annarrar viku er eggið búið að grafa sig inn í endometrium
og blóð hefur myndað storkutappa í desidua, þar sem eggið tróð
sér inn.
Normalt á implantation sér stað í efri hluta cavum uteri. Við
implantation eiga sér stað breytingar í endometrium. Frumur í
endometrium safna í sig fitu og glykogeni, tútna út og verða bjúg-
kenndar. Endometrium verður mun æðaríkari, þessi breyting
byrjar umhverfis staðinn þar sem implantation á sér stað og dreif-
ist síðan út um allt holið og kallast þá endometrium: Desidua.
Desidua skiptist i:
a) Desidua basalis, það er maternal hluti fylgju.
b) Desidua capsularis, það er sá hluti, sem umlykur eggið að
ofan.
c) Desidua vera (pariatalis), það er sá hluti, sem þekur legholið að
öðru leyti.
Trophoblastið samanstendur af tveimur gerðum frumna:
a) Cytotrophoblast, sem eru einkjarna stakar frumur, sem fram-
leiðir síðan syncytotrophoblastið með mítótuskiptingu.
b) Syncytotrophoblast, sem samanstendur af margkjarna risa-
frumum og liggur innar í desidua.
í syncytotrophoblastinu hefst fylgjumyndunin:
Á 9—10 degi fara að myndast eyður og holrúm í syncyto-
trophoblastinu sem kallast lacunae bil. Lacunae renna saman og
mynda stærri eyður, með bjálkum (trabeculae) á milli.