Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1981, Side 38

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1981, Side 38
36 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 2 æðar) sem liggja í naflastreng. Naflastrengur er myndaður úr extra embryonal mesodermi (Whartons jelly), og amnion klæðir strenginn að utan. Naflastrengur er 30—100 cm á lengd og 1—2,5 cm í þvermál. Oftast er festa naflastrengs centralt á fylgju. Hlutverk fylgjunnar Fylgjan er líffæri sem starfar aðeins í 40 vikur en hefur samt fjölþætt líffræðilegt starfssvið. Eðlileg og óskert starfsemi fylgju er forsenda eðlilegs vaxtar og þroska fósturs. Hlutverk fylgjunnar er: a) Efnaskipti milli móður og barns. b) Hormónamyndun. c) Immunalogisk vörn. Efnaskipti milli móöur og barns: Eðlilegur vöxtur og þroski fósturs byggist á því að fylgjan sjái um flutning á: Súrefni, aminosyrum, kolvetni, vatni, steinefnum, vítamínum og fitu, frá móðurinni og fjarlægja: koldioxid og önn- ur úrgangsefni frá fóstri. Flutningur fer fram með: 1) Diffusion. 2) Aktivur transport. 3) Pinocytosis. Diffusion: Er þýðingarmesti flutningsmátinn. Diffusion er flæði efnis frá hærri þéttni til lægri þéttni þar til jafnvægi kemst á. Öll efni eru annað hvort vatns- eða fituleysanleg. Því fituleys- anlegra sem efnið er, því auðveldar fara efnin yfir frumuhimn- una. Þau efni sem flytjast um fylgju með diffusion: súrefni, CO2, innöndunardeyfilyf, vatn, þvagefni, glukosi, mjólkursýra, natr- ium, elektrolytar?, fituleysanleg lyf sem hafa mólíkúlþunga minni en 600. Aktive transport. — Orkukræfur flutningur. Orku þarf til að flytja efni frá lítilli þéttni til mikillar þéttni. Þau efni sem flytjast um fylgju með aktiv transport: Aminosýrur, vitamín, ólífrænar jónir, kalsíum, sykur

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.