Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1981, Side 39

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1981, Side 39
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 37 Pinocytosis. — Pokaflutningur. Frumuhimnan myndar poka utan um efnið og flytur það þannig i gegnum frumuna. Þau efni sem flytjast um fylgju með pinocytosis eru: Protein, lipidar og risamólikúl. Lofttegundir í blóði — flytjast yfir fylgju með diffustion. Loft- skipti um fylgju takmarkast af blóðflæði, en afkastageta hennar er svipuð og afkastageta lungna. Súrefnisneyzla eykst á með- göngu. Við eðlilegar kringumstæður við fulla meðgöngu, nýtir uterus milli 25—30 ml. súrefni per mín. Rúmlega helminginn af því nýtir fóstrið, en afganginn nýtir leg og fylgja. Ef um súrefnis- skort er að ræða getum við fyrst og fremst reiknað með þáttum sem minnka blóðflæði í legi eða i blóðrás fósturs. Aðeins við abla- tio placenta sjáum við akut hypoksi. Karbonmonooksyd fer auð- veldlega yfir fylgju og minnkar hæfileika rauðra blóðkorna fóst- urs til að flytja súrefni. Kolvetni — notast af móður, fóstri og fylgju. Glukosi er mikil- vægasti orkuforði fóstursins. Styrkur glúkósa í blóði fósturs er stöðugt lægri en í blóði móður, en jafnvægi er á milli. Breytingar á styrk glúkósa i blóði móður endurspeglast fljótt hjá fóstri. Flutningur á glúkósa um fylgju, fer fram með diffusion og aktiv transport. Fruktosi hefur sama molikúlþunga og glúkósi, en fer yfir fylgju með 1/10 af hraða glúkosa. Hluti af glúkósa ummyndast í frukt- osa á leið yfir frumuhimnuna. Hærri styrkur er á fruktosa í blóði fósturs en í blóði móður. Protein. — Plasmaprotein móður fara ekki yfir fylgju og myndar barnið því sín eigin plasmaprotein. Aðeins náttúrulegar aminosýrur komast yfir fylgju. IgG globulin í plasma eru undantekning og komast yfir fylgju. Við fæðingu er styrkur IgG jafn eða hærri en i blóði móður og veitir passivt ónæmi gegn sýkingum fyrstu mánuðina eftir fæðingu, svo sem: difteria, mislingar, stífkrampi og mænusótt. IgM og IgA globulin fara ekki yfir fylgju og veita því ekki vörn gegn Coli-sýkingum.

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.