Ljósmæðrablaðið - 01.12.1990, Page 4
Ritstjóraspjall
Það er ekki laust við að það gæti
nokkurrar eftirvæntingar og kvíða hjá
ritstjóra fyrir útgáfu hvers blaðs um
hvernig til tekst með efni þess. Von-
andi finna allir lesendur þess nokkuð
við sitt hæfi í þessu blaði því að þar
kennir ýmissa grasa, sem ekki verða öll
tíunduð nánar í þessu spjalli en öllum
höfundum færðar alúðar þakkir.
Til nokkurs nýnæmis verður að telja
sendibréf til ljósmæðra sunnan frá
Spáni. I því er nokkur fróðleikur um
starfsvettvang ljósmæðra í framandi
landi. Gaman væri að fá fleiri bréf af
svipuðum toga sem víðast að. Hafi
Ragnheiður þökk fyrir frumkvæðið.
Þá er í blaðinu viðtal við unga móð-
ur, sem kaus að fæða barn sitt á sem
,,náttúrulegastan“ hátt. Viðtalið var
upphaflega birt í Bæjarblaðinu í Kefla-
vík. Helga Margrét Guðmundsdóttir,
sú sem tók viðtalið veitti fúslega leyfi
sitt til birtingar greinarinnar hér í blað-
inu auk þess sem hún aflaði leyfis móð-
urinnar. Þeim skal báðum þakkað
sérstaklega. Það er fengur fyrir ljós-
mæður að kynnast þeim viðhorfum
sem þar koma fram.
Afturhvarf til náttúrunnar er ofarlega
í hugum margra nú á tímum. Fólk
hugsar meira en áður um náttúru-
vernd, mengunarvarnir o.s.frv. Ljós-
mæðrastarfið hefur einnig verið með í
2 _____________________________________
þessari umræðu, og það einnig hér í
Ljósmæðrablaðinu, því ýmislegt hefur
verið skrifað um að gera fæðingar sem
,,eðlilegastar“ og ýmis einkenni slíkra
fæðinga tekin fyrir. En þetta síðasta inn-
legg í umræðuna vekur upp þá spurn-
ingu, hvernig starfsvettvangur ljósmæðra
verður í framtíðinni, t.d. þegar kemur
fram á næstu öld. Verða þær kannski
óþarfar með öllu? Eða verður starfssvið
þeirra fyrst og fremst almenn mæðra- og
ungbarnavernd og almenn fræðsla til for-
eldra, sem kjósa að börn þeirra fæðist
utan stofnana án nærveru utanaðkom-
andi hjúkrunarfólks? Það er erfitt að spá
um framtíðina. En hvernig væri að ljós-
mæður tækju sig til og segðu hér á síðum
blaðsins hug sinn um það hvert þær telja
að stefnt verði í fæðingarhjálp og ljós-
mæðrastörfum á næstu árum. Ritstjóri
efar ekki að slíkar umræður verði fjöl-
þættar og fróðlegar. Og ekki sakaði að
fá að kynnast viðhorfum verðandi for-
eldra. Við sjáum hvað setur.
Ritstjórí
LJÓSMÆÐRABLAÐlP