Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1990, Side 6

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1990, Side 6
Úr Bæjarblaðinu í Keflavík Þetta var yndisleg fæðing — segir Jóna Ingólfsdóttir, sem kaus náttúrulega fæðingu í heimahúsi TEXTI OG MYNDIR: HELGA MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR Þau ákváðu að barnið skyldi fæðast á náttúrulegan hátt heima hjá þeim án ljósmóður. Vinkona í næsta húsi og systir hennar tóku á móti barninu á meðan eiginmaðurinn hélt henni uppi. Fæðing án nokkurra inngripa, þar sem eðlishvötin réði ferðinni og hlutirnir fengu að hafa sinn gang. Náttúruleg fæðing. Einn valkostur við fæðingar Mér var sagt að hér væri stödd kona sem hefði fætt yngra barn sitt í heima- húsi og systir hennar og vinkona úr næsta húsi hefðu tekið á móti barninu. Þarna var ekki um að ræða að fæðing- una hefði borið svo brátt að — heldur allt fyrirfram ákveðið. Þetta vakti for- vitni mína og ég fór fram á viðtal sem var fúslega veitt. Viðmælandi minn er Jóna Ingólfs- dóttir. Eiginmaður Jónu er danskur, Jakob Steensig, og eru þau búsett í Arósum í Danmörku ásamt tveim dætr- um sínum. Þau eru stödd hér í fríi um þessar mundir og dvelja á heimili for- eldra Jónu í Keflavík. Fæðing er ekki ajúkdómatiifeUi Það þarf mikinn kjark að þora að taka ákvörðun að fæða heima án Ijósmóður í okkar tæknivædda heimi þar sem okkur er sagt að ,,öryggið“ sé fyrir öllu 4 _______________________________ og fagþekkingin í hávegum höfð. Á meðan stöllur hennar hér á landi fæða á sjúkrahúsum — í ,,sterilu“ umhverfi og flóðljósum — með fæðingarlækni og ljósmóður sér við hlið, og jafnvel svæfingalækni, sýnir Jóna þá áræðni og einurð að fæða eins og hún telur að henti sér og barni sínu best. í sínu um- hverfi, innan um sína nánustu. Það hvarflar ekki að henni að fæðing sé sjúkdómstilfelli. En hvað kom til að hún fæddi barn á þennan hátt? „Hugmyndin er komin frá vinkonu minni í Danmörku sem heitir Helle en hún hefur fætt 3 börn heima á þennan hátt. Þannig að ég vissi að þetta var ,,möguleiki“ segir Jóna. ,,Hún hvatti mig mjög til að gera þetta og snemma á meðgöngunni tókum við hjónin ákvörðun. Þá hófst mikill lestur og við kynntum okkur ítarlega allt sem við komumst í varðandi náttúrulegar fæð- ingar. Helle var þó okkar besta heimild : V t' I l l I—IÓSMÆÐRABLAÐIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.