Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1990, Blaðsíða 8

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1990, Blaðsíða 8
Hvernig tók danska heilbrigðiskerfið þessari ákvörðun þinni? „I Arósum er nokkurs konar ljós- mæðramiðstöð sem sér um mæðra- verndina og var mér úthlutað ljósmóður til að annast mig á með- göngunni. Eg kom reglulega til hennar í skoðun þar sem hún vigtaði mig og mældi og hlustaði á hjartslátt barnsins með tréhlustunarpípu. Hún tók ekki illa í hugmyndina en lagði mikla áherslu á að ég gerði mér grein fyrir því að ef ég gerði þetta svona þá bæri ég sjálf alla ábyrgðina, en ég mátti hringja í hana hvenær sem ég vildi. Ég fór ekki I són- ar. Það tíðkaðist ekki svo mikið úti. Eftir því sem ég kynnti mér þetta bet- ur varð mér ljóst hvað ég hafði verið hlutlaus og tekið lítinn þátt í fyrri fæð- ingunni. Þó ég hefði fætt barn þá vissi ég næstum ekkert um fæðinguna," seg- ir Jóna. Hvað óttaðistu mest varðandi fæð- inguna? „Helle kunni svör við öllu t.d. hvað ætti að gera ef barnið andaði ekki og hvað ætti að gera ef naflastrengurinn væri vafinn utan um barnið og eftir því sem ég lærði meira hvarf óttinn. Það er staðreynd að vanþekking skapar ótta og ótti skapar spennu. Ég fór í þessa fæðingu með trausti á sjálfri mér og trú á að þetta væri hægt með Jakob, Helle og Ollu mér við hlið. Ég var örugg og róleg. Fæðing er eðlilegur hlutur, ekki tækniundur læknavísindanna. Læknir- inn minn hafði sagt við mig: „Gerirðu þér grein fyrir að ef eitthvað kemur fyr- ir þá berð þú ábyrgð á því?“ Við Jakob höfðum rætt þetta allt og kynnt okkur að það tæki ekki lengri tíma að koma mér á sjúkrahús ef eitt- hvað gerðist heldur en það tæki að koma mér á skurðstofuna af fæðingar- deildinni“. Hvernig var svo að takast á við hríð- arnar algerlega deyfingarlaus, tækja- laus og án Ijósmóður? „Eftir því sem hríðarnar hörðnuðu og verkirnir urðu meiri var eins og ég kæmist í ákveðna stemmningu. Þetta var um nótt, við kveiktum á kertum og við Jakob nutum þess að fylgjast með því hvernig barnið bryti sér leið út. Við vorum aðallega tvö í þessu þangað til kom að sjálfri fæðingunni. Ég vann mjög vel með líkamanum og þá var eins og hin náttúrulega að- ferð líkamans til að stilla verkina færi í 6 ljósmæðrablaðið

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.