Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1990, Page 9

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1990, Page 9
gang. Ég var fullkomlega frjáls, söng og hagaði mér eins og hvatir mínar sögðu mér. Þetta var ólýsanlegt ástand. Ég gekk um eða hreiðraði um mig í sængum og jafnvel hékk á Jakobi, en þannig fannst mér þægilegast að vera þegar ég var að rembast". Fæðingin sjálf — hvernig var hún? ,,Ég stóð þegar barnið kom út. Helle og Olla lögðust á fjórar fætur og tóku þannig á móti barninu í heiminn. Um leið og hún var fædd nudduðum við hana. Hún tók fljótt við sér og hóstaði upp úr sér slíminu. Hún var mjög skýr og horfði á okkur róleg og yfirveguð. Eg lagði hana á brjóst og hún saug vel. Fylgjan kom fljótlega á eftir barninu og við skildum á milli. Við bundum í naflastrenginn með sótthreinsuðu bóm- ullargarni, á tveimur stöðum og klippt- um síðan á milli. Við sólarupprás kom ljósmóðirin og gekk frá mér og barninu en allt fékk að hafa sinn gang í róleg- heitum. Þetta var yndisleg fæðing“, svarar Jóna. Þarf að kenna konum að fæða? Eftir viðtalið við Jónu fer maður sjálf- krafa að hugsa um, hvernig þessum málum er varið hér á landi og kom mér þá í hug grein úr Mbl. frá 17. sept. 1989 sem heitir ,,Frelsi til að velja við fæðingu11 og er þar líst hugmyndum Michel Odent sem er franskur fæðing- ðdæknir, en starfar nú í Bretlandi. Odent hefur í gegnum starfsferil sinn sem fæðingarlæknir fylgst með því, Fvernig konum er eðlilegast að bregð- ast við fæðingunni og lært af þeim. Hann leggur áherslu á að konan hafi ^felsi til að velja hvernig hún fæðir. Odent leggur einnig mikið upp úr gildi náttúrulegrar fæðingar. Að konan fái að vera óþvinguð í fæðingunni, í ró- legu og rökkvuðu umhverfi við eins heimilislegar aðstæður og unnt er. Ljósmæðurnar Guðrún Olöf Jónsdótt- ir og Hrefna Einarsdóttir hafa haldið námskeið fyrir verðandi foreldra sem hyggð eru á hugmyndum Odent. Þær telja að sú þróun sem orðið hefur f þessum málum hér á landi verði ekki stöðvuð. Guðrún Olöf segir einnig: ,,Með því að konan sjálf taki völdin á fæðingar- stofunni, breyti hugarfari sínu gagnvart fæðingunni og þeim sem hjálpa henni og fæða, getur hún losnað við ótta sem iðulega hefur fylgt konunni inn í fæðinguna. Þá verður fæðingin að því fallegasta kraftaverki sem við höfum tök á að upplifa. Markmið fræðslu og fæðingarundirbúnings á að vera að auka sjálfstraust konunnar og gera henni eðlilegt að velja sjálf hvernig hún vill fæða. í hvernig stellingu, með eða án verkjalyfja svo dæmi séu tekin. Það þarf ekki að kenna konum að fæða. Fagfólkið á að hjálpa konunni að fæða á þann hátt sem hún sjálf kýs“. ljósmæðrablaðið 7

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.