Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1990, Page 12

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1990, Page 12
ingu, eftirtektarsamari börn, fljótari þroska,2 færri tilvik köfnunar,3 jákvæð áhrif á þroska taugakerfis barnanna og almennan þroska þeirra4 fundum við einnig rannsóknir þar sem menn höfðu rekist á sömu vandkvæðin og við. Fyr- irburar virtust ekki þola að láta nudda sig. L.F. Powel telur að viðbrögð barna við strokum um líkamann bendi til þess að nuddið sé þeim skaðlegt.5 J.M. Oehler lýsir því hvernig súrefni þverr í blóðinu þegar barninu er strokið og að þetta geti orðið barninu af- drifaríkt.6 R.C. White-Thaut o.fí. komast að þeirri niðurstöðu að nuddið kalli á óæskileg lífeðlisfræðileg viðbrögð. Þau hvetja hjúkrunarfólk og nuddfólk að fylgjast vel með hjartslætti, andardrætti og breytingum líkamshita bæði meðan á nuddi stendur og á eftir.7 T.M. Brazelton bendir á að mjög erf- itt er að greina þá örvun sem er hæfileg og til góðs frá þeirri örvun sem ekki er hæfileg og getur örvað um of.8 Jafnframt varð okkur ljóst að allar þessar rannsóknir byggðu á litlu úrtaki, og að umhverfi barnanna var með mjög ólíkum hætti. Af þessum sökum var mjög erfitt að túlka niðurstöðurnar beint yfir á danskar aðstæður. Forsend- ur fyrir mati á þroska barnanna voru ólík- ar. Möguleikar foreldra til umgengni við börnin, dagleg umönnun og fyrir- komulag á stofnunum var mismunandi. Við vitum t.d. að foreldrar taka ekki sama þátt í umönnun barnanna í til- raun T.M. Fields og almennt gerist hérlendis.2 Ef þyngd barna frá sjúkra- húsinu í Oðinsvéum sem ekki hafa fengið nudd er borin saman við þyngd 10 _______________________________________ barna úr tilraun T.M. Fields sem hafa fengið nudd þá þroskast dönsku börn- in hraðar. Okkur varð Ijóst að við urðum að byrja næstum frá grunni. Við gætum notað rannsóknir annarra sem hug- myndabanka en þar umfram yrðum við að byggja á eigin hyggjuviti. Við settum okkur þess vegna það mark að rannsaka mörkin milli bætandi og íþyngjandi örvunar og breyttum verk- efninu þannig að við gætum skoðað vandamálið sem ítarlegast með sem minnstu álagi á börnin. Myndbandsupptökur Við báðum Klinisk Foto um að taka tilraunir okkar upp á myndband, þann- ig að við gætum varðveitt viðbrögð barnanna, skoðað þau aftur og aftur og sýnt öðrum síðar. Þessar upptökur hafa reynst hið mesta þarfaþing við mat á viðbrögðum barnanna. Með því að horfa á myndirnar gát- um við einbeitt okkur að einstökum rannsóknarþáttum varðandi börnin hverju sinni, andardrættinum, hreyf- ingum, hljóðum, svipbrigðum o.s.frv. Ogerlegt var að ná yfirsýn yfir alla þessa þætti samtímis þegar athugunin fór fram. Með þessari aðferð tókst okkur að lýsa ítarlega margþættum viðbrögð- um barnanna við snertingu auk þess sem til er efniviður í kvikmynd um fjöl- þætt líkamstáknróf fyrirbura. Til eru upptökur af 11 börnum, sem við fylgd- umst með með viku millibili frá 1 og allt LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.