Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1990, Blaðsíða 14

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1990, Blaðsíða 14
Hendur sem strjúka: Lína kreppir sig saman og hjúfrar sig niður jafnframt þvísem hún ber sig að þvíað sjúga. Viðbrögð móður: ,,Æ Lína, en hvað þú ert lítil í þér í dag. “ værð sem yfir þau kom — afslappaðan líkama og andlit, dýpri og reglulegri andardrátt. En síðar kom í ljós að eftir- tekt og árvekni jókst þegar þau fundu snertingu handa foreldra sinna. Hreyf- ingar urðu hægari og yfirvegaðar og börnunum óx þrek til að kanna sig sjálf og þann er hélt utan um þau. En við urðum einnig varar við nei- kvæð einkenni er þannig var haldið ut- an um þau. Viðbrögð sumra hinna yngstu (bæði hvað meðgöngulengd varðar og raunverulegan aldur) urðu óreglulegur andardráttur, grettur og fálmkenndar hreyfingar — einkum um leið og foreldrarnir snertu þau, fluttu hendurnar til eða hættu strokum eða faðmlögum. En oftast urðu börnin ró- leg mjög fljótlega og ef foreldrarnir héldu utan um barnið í fimm mínútur 12 _______________________________ eða lengur var þeim óhætt að sleppa takinu án þess að börnin sýndu merki um viðbrögð við breytingunni. Það var hins vegar ekki sama hvern- ig foreldrarnir héldu utan um barnið. Aríðandi var að snertingin væri fum- laus og hendurnar sveigjanlegar fyrir hreyfingar og andardrátt barnsins. Einn- ig var áríðandi að snerta ekki viðbragðs- stöðvar barnsins. Þegar haldið var undir fæturna var t.d. stundum snert við boðstöðinni fyrir skrið. Suma dagana vildu börnin greini- lega fá að sofa í friði en aðra daga vildu þau láta halda á sér og tala við sig. Viðbrögð bamanna við strjúkandi höndum Mjög margvísleg svipbrigði sáust hjá fyrirburunum þegar foreldrarnir struku 1_IÓSMÆÐR ABLAÐIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.