Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1990, Qupperneq 15

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1990, Qupperneq 15
þau — bæði við léttar strokur og fastar. Munur var á viðbrögðum líkamans eftir aldri og meðgöngulengd. Yngstu börnin Viðbrögð yngstu barnanna komu oft- ast fram í mikilli breytingu á andar- drætti. Þau tóku að anda hægar að sér og stundum hættu þau alveg að draga andann. Eftir strokur frá foreldrunum lækkaði súrefnismagn í blóðinu, og ef haldið var áfram að strjúka varð lækkunin mjög mikil. Stundum stafaði þetta af því að börnin hættu að draga andann. Breytingin á andardrættinum kom einn- ig fram í litarafti barnanna. Yngstu börnin hreyfðu sig mjög lítið —'hnefi var krepptur, fótur dreginn inn undir líkamann eða viprur komu í andlitið. Bldrí bömin Viðbrögð voru greinilegri hjá eldri börnunum. Andardráttur þeirra breytt- ist einnig, gat bæði orðið örari og hæg- ari en hætti aldrei til langframa. Athugun á hreyfingum barnanna þegar foreldrarnir struku þau leiddi í ijós svipað hreyfingarmunstur. Lægju þau á hliðinni og handleggur þeirra strokinn, drógu þau hendina að sér, glenntu fyrst fingurnar og krepptu síð- hnefann. Á eftir fylgdi svipuð hreyf- ■ug hinnar handarinnar. Að lokum teygðu þau úr sér. Svo virtist að þau teygðu ekki úr sér af vellíðan. Vöðvar voru spenntir og barnið hafði ekki vald á hreyfingunum. Eftir teygjuna urðu hreyfingar mjög fálmkenndar og ómarkvissar. Lægju börnin á maganum og væru ljósmæðrablaðið __________________ strokin um bakið, krepptu þau sig eins og þau vildu gera sem minnst úr sér. ,,En hvað þú ert lítil í þér í dag, Lína" sagði ein móðirin dag nokkurn við dótt- ur sína um þess háttar viðbrögð. Börn- in þrýstu handleggjum og herðablöðum inn að hryggnum eins og þau væru að reyna að losna við óværuna á bakinu. Sum reyndu að troða höndunum und- ir brjóstkassann eins og þau hygðust skríða burt. Ef börnin lágu á hliðinni þegar bakið var strokið krepptu þau sig einnig. En í stað þess að hjúfra sig niður teygðu þau hendur og fætur út í loftið. Auk þessara líkamshreyfinga sáust margs konar grettur, börnin hnykluðu brýnnar, pírðu með augunum og geyfl- uðu munninn. Einnig gáfu þau frá sér margskonar hljóð: hrinu, kurruðu, snöktu, hikstuðu, hnerruðu, kjökruðu eða grétu. Sogþörf Mörg barnanna gerðu tilraun til að fara að sjúga — og ef þau gátu stungu þau annarri eða báðum höndunum upp í munninn og sugu. I fyrstu töldum við og foreldrarnir að þetta væri merki um að börnin væru svöng. En það vakti grunsemdir hve mörg barnanna yrðu svöng þegar þau voru strokin, og svo hitt að þau hættu að sjúga strax og þau fengu að vera í friði. Okkur skildist því að hér voru eingöngu viðbrögð við strokunum. ________________13

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.