Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1990, Qupperneq 17

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1990, Qupperneq 17
Hendur sem strjúka: Andrés strekkir fram hendur og faetur og grettir sig. Túíkun merkjamáls bamanna Fjölbreytt táknmál líkama fyrirbura er lykillinn að betri skilningi á þörfum þeirra og góðri umönnun. Við daglega umönnun verður stund- um að horfa framhjá merkjamáli barn- anna, t.d. þegar vökvi er gefinn í æð. En ef við viljum örva börnin með já- kvæðum hætti verðum við markvisst að samræma túlkun okkar á því sem yið sjáum hjá barninu og því sem við 9erum. Hér á eftir verður stuttlega gerð grein fyrir túlkun okkar á viðbrögðum barna við snertingu. Almennt svöruðu börnin því á jákvæðan hátt þegar foreldrarnir héldu lengi um hendur þeirra á sama stað. Slík viðvarandi snerting verkaði róandi. Börnin urðu hins vegar óróleg við breytilegar snertingar eða strokur og slíkt gat haft óheppileg áhrif á andar- ^i'áttinn. ljósmæðrablaðið ____________________ Langar og léttar strokur ullu fleiri og meiri viðbrögðum en stuttar og fastar strokur. Eftirtalin viðbrögð urðu eftir því greinilegri sem foreldrarnir héldu lengur áfram að strjúka: • Andarteppa eða tregða í andardrætti. Við teljum að enginn eða óreglulegur andardráttur sé viðbrögð hins van- þroskaða við snertingu sem ekki þjón- ar tilgangi við vellíðan og þroska barnsins. Lítt þroskaðir fyrirburar fæddir langt fyrir tímann gefa með þessum hætti til kynna að þeir hafi fengið nóg, eða þeir séu ófærir um að skapa tengsl við viðkomandi meðferð. • Spenna og stífleiki. Spenntir vöðvar og það að gera allan líkamann stinnan eru aðferðir heldur meira þroskaðs barns við að losna undan íþyngjandi snertingu. Ef börnin bregðast við með þessum hætti teljum ____________________15

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.