Ljósmæðrablaðið - 01.12.1990, Page 18
við að snertingin sé ekki þeim til efl-
ingar heldur hið gagnstæða. Þau þurfa
hins vegar næði til að safna kröftum til
að geta slappað af á ný.
• Sogþörf.
Þegar börnin stinga höndum í munnin
og sjúga af ákefð teljum við að það sé
markviss tilraun þroskaðs barns til að
ná jafnvægi. Þetta er enn á ný merki
um að börnin þurfi næði til að safna
kröftum.
• Grettur.
Við teljum að grettur sé ein aðferð til
að láta í ljósi tilfinningar sínar. Við
komumst að raun um að fyrirburar
ráða yfir margbreytilegum grettum
sem þeir nota bæði til að láta í ljósi
velþóknun og vanþóknun. Með svip-
brigðum tala þau sama alþjóðamálið
og þekkt er hjá stálpuðum börnum og
fullorðnum.
• Grátur.
Grátur er viðbragð þroskaðs bams til að
láta í ljósi óánægju með þetta eða
hitt. Yngstu börnin voru hins vegar
ekki undir það búin að bregðast við
snertingu með gráti. Sum eldri börnin
fóru þá fyrst að gráta þegar mynda-
töku var hætt. Það var eins og þau
hefðu í fyrstu beitt allri orku sinni
til að halda áreitninni frá sér. Þau
byrjuðu þá fyrst að gráta þegar þau
fengu næði til þess.
Óskipulegt umhverfi
Þegar við skoðuðum myndböndin
frá athugunum og ekki síður hlustuð-
um á þau, komumst við að því að börn
og foreldrar verða fyrir margvíslegri
reynslu meðan á innlögn stendur. Um-
hverfið er óskipulegt. Ef til vill var það
16 ___________________________________
engin tilviljun að það barnið sem lengst
var á sjúkrahúsinu sýndi mestu
,,spennumerkin“ þegar það var strokið.
Var stífleikinn ef til vill það eina sem
stúlkan gat gert til að halda frá sér hin-
um margbreytilegu áreitum?
Hljóðmengun er geypileg: Starfsfólk-
ið að skyldustörfum, grátandi barnið í
næstu vöggu — eða hinum enda deild-
arinnar, fólk í heimsókn, trekkhávaði,
sífelldar bjölluhringingar sjúklinga, hið
sífellda suð súrefniskassans og
CPAP-kerfisins, stofugangur, símhring-
ingar o.s.frv. Foreldrarnir segjast úti-
loka þetta allt saman. En ef þeir eru
spurðir nánar, hafa þeir fylgst með
næstum öllu því sem fram fer umhverf-
is þau.
Starfsfólkið getur gert margt til að
hlífa börnum og foreldrum þeirra, en
það er erfitt að breyta mörgu í umhverf-
inu sem ekki er í samræmi við við-
kvæm skilningarvit fyrirbura. Stórar
fjölbýlisstofur eru horfnar víðast hvar.
En fyrirburum er enn komið fyrir í
stærra samfélagi en því sem þau megna
að vera í. Stofurnar eru enn ætlaðar
fleiri en einu barni og án aðstöðu fyrir
foreldra sem vilja gista þar. Mæðurnar
liggja á annarri deild eða eru útskrifað-
ar sem þýðir eilíf ferðalög fram og aftur.
Hlý hönd
Við fundum að nudd, strokur og til-
raunir foreldra til að rétta úr krepptum
líkama var meira álag á börnin en þau
gátu þolað við þessi óskipulegu skil'
__________________ LJÓSMÆÐRABLAÐlP