Ljósmæðrablaðið - 01.12.1990, Síða 23
verið við barnið. Þeirri reglu er fylgt á
Kvennadeild Landspítalans, að þá fer
fram líkbrennsla. Hins vegar má spyrja
í því sambandi, hvort rétt sé, að askan
sé grafin í sérstökum grafreit, þannig
að fólk geti fundið sorg sinni stað, á
sama hátt og fólk gerir, þegar það vitjar
grafar ástvinar. Þetta byggist á því, að
við fósturlát lýkur meðgöngunni ekki
með lifandi fæðingu, eins og vænting-
in er, og þrátt fyrir missinn, þá fer eng-
in formleg athöfn fram, sem undirstrikar
þau þáttaskil, sem þessi reynsla markar
í lífi foreldranna. Því tala sumir þessara
foreldra um mikinn tómleika, misskiln-
ing eða engan skilning samfélagsins á
tilfinningum þeirra og svo það, að þess-
ari reynslu fylgir mikill ótti í sambandi
við meðgöngu í framtíðinni.
í nútímanum er ekki til staðar eigin-
legt heildstætt stuðningskerfi í heilbrigðis-
kerfi okkar fyrir foreldra, sem hafa misst
við fósturlát, þótt vitað sé, að hægt væri
að vinna mikið fyrirbyggjandi starf með
þessum foreldrum. Slíkt starf gæti byggst
á vinnu með tilfinningar, á því, að láta
þessa foreldra fá greiðan aðgang að upp-
lýsingum frá sérfræðingum þegar þeim
finnst þörf vera á, að veita þeim aðgang
að stuðningshópi, svo nokkuð sé nefnt.
En foreldrar upplifa ekki bara missi við
dauða barna sinna, missisviðbrögð koma
fram t.d. þegar barn fæðist fatlað eða
þegar barnið lendir á villigötum í lífinu,
fer að neyta eiturlyfja eða lendir í slæm-
um félagsskap, svo nokkuð sé nefnt.
Meira um það síðar.
Margir foreldrar búa ennfremur við
þann ótta, að barnið þeirra muni lenda
> slysi og ekki að ástæðulausu. I skýrslu
Landlæknisembættisins og Vinnueftirlits
Ríkisins frá 1986 kemur fram, að 30%
barna á aldrinum 1—4ra ára koma á
Slysadeild Borgarspítalans árlega vegna
slysa í heimahúsum, sem mun vera
hæsta barnaslysatíðni í Evrópu. Rúmur
helmingur þeirra, sem slösuðust í umferð
á höfuðborgarsvæðinu árið 1979 voru
yngri en 20 ára. Áætlaður fjöldi slasaðra
yngri en 18 ára á íslandi á árinu 1985
samkvæmt könnun, sem gerð var dag-
ana 28. nóvember til 8. desember 1985,
liggur á bilinu 7.500 og 12.600. Það má
því ljóst vera, að mjög margar fjölskyld-
ur í landinu verða að lifa við afleiðingar
slysa, sem leitt hafa til margvíslegs missis.
Hér má bæta við, að ef foreldrar missa
barn í sjálfsvígi, þá bætast hugsanlega við
hin almennu sorgarviðbrögð mikil sektar-
og skömmustutilfinning og ennfremur
mikil tilhneiging til einangrunar. Við þær
aðstæður reynist meðlimum stórfjöl-
skyldunnar og vinum erfitt að veita
stuðning.
Upphaf lífs/endir lífs
Hvenær hefst lífið? Alveg óháð því
hvar menn kjósa að segja lagalega, að
hér eða þar sé barnið orðið barn, þá
segja tilfinningar foreldra, að barnið sé
þeirra barn strax þegar það verður til í
móðurkviði. Vissulega má ætla, að til-
finningar móður í þessa átt séu sterkari
fyrst í stað, enda gengur hún með barn-
ið, og þær tilfinningar eru til staðar áð-
ur en 22 vikum, 500 grömmum, eða
25 sm lengd er náð, en viðmiðun
hjúkrunarfólks er, að áður en þeim
áföngum er náð og barnið deyr, þá er
ljósmæðrablaðið
_ 21