Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1990, Síða 26

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1990, Síða 26
farir? Kannski er okkar eigin ótti eða vanlíðan of fyrirferðarmikil. En ef við erum að tala um systkini barns, sem dáið er, hvar fær þetta barn þá tækifæri til að kveðja þennan bróð- ur eða systur? A sjúkrahúsinu? Við kistulagningu? Við útför? Eða er kannski tekinn frá tími í kirkjunni fyrir barnið, til þess að fá að kveðja á sinn hátt? Auðvitað skiptir aldur barnsins máli, en líka það, hvort pabbi eða mamma geti veitt barninu þann stuðn- ing sem það þarf. Ef foreldrar eru svo yfirkomnir af sorg, að þeir megna ekki að styðja barnið, þá er rétt að fá til að- stoðar einhvern annan fjölskyldumeð- lim, sem barnið treystir. Þegar missi við dauða ber að hönd- um, þá er mikilvægt að kveðja v.el. Sorgin gleymir engum. Við missi barna þarf að hyggja að mörgu. Sýna þarf nærgætni og skiln- ing, votta samúð, hlusta vel á þá, sem hafa misst, leyfa þeim að tala um barn- ið, sem dó, og eiga frumkvæðið að samskiptum, því syrgjendur missa oft slíkt frumkvæði, ekki bara þeir, sem missa við dauða, heldur líka hinir, sem missa við aðrar aðstæður. Og umfram allt að forðast „íslensku lausnina“, að hella sér út í sem mesta vinnu, breiða yfir sorgina, reyna að gleyma, kvarta aldrei, bera harm sinn í hljóði, loka sorgina niðri í skúffu, gráta ein(n). Höfundur er sjúkrahúsprestur á Ríkis- spítulum og i stjórn Samtaka um sorg og sorgarviðbrögð. Heimildir: Skrifstofa Landlæknis varðandi tölulegar upp- lýsingar. Landlæknisembættið og Vinnueftirlit Ríkisins. — Heilbrigðisskýrslur. Fylgirit 1986 nr. 1. — „Slys á börnum og unglingum". Febrúar 1986. Kúbler-Ross, Elisabeth — “On Children and Death“, Macmillan Publishing Company, New York 1985. Bozarth-Campbell, Alla — “Life is Goodbye Life Hello“, CompCare Publishers, Minneapol- is, Minnesota 1982. Parkes, C.M. — “Bereavement". Pelican Books. London 1975. Ward, Barbara og Houghton, Jamie — “Good Grief-talking and learning about Loss and Death“. White Crescent Ltd. Luton 1988. verður haldin í Fóstbræðraheimilinu við Langholtsveg í Reykjavík sunnudaginn 30. desember 1990 kl. 16.00—18.00. Mætum vel með börnin. Undirbúningsnefndin. 24 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.