Ljósmæðrablaðið - 01.12.1990, Blaðsíða 28
m.a. við sjúkrahúsið í Södertálje. í
Járna starfa þær meira eins og um-
dæmisljósmæður. Konurnar koma til
þeirra í skoðun um meðgöngutímann,
þær halda foreldranámskeið, taka á
móti börnunum þegar svo ber við, ann-
aðhvort heima eða á Vidarkliniken. A
Vidarkliniken er þó engin sérstök fæð-
ingarstofa, því stofnunin sem slík er ekki
fæðingarstofnun, þannig að fæðing-
arnar þar flokkast undir heimafæðing-
ar. Konum er heimilt að fæða börn sín
hvar sem er og hvernig sem er og
fjölgar heimafæðingum að sögn, auk
þess sem fjölgun fæðinga í Svíþjóð al-
mennt er veruleg.
Þær Maria Arman og Agneta Tege-
vall hafa einnig opið hús fyrir mæðurn-
ar eftir fæðingu og er það mjög vinsælt.
Þannig má því segja að þessar ágætu
ljósmæður hafi upplifað draum flestra
ljósmæðra, að fylgja konunni eftir.
Hugsa um hana fyrir fæðingu, í og eftir
fæðingu auk fræðslu fyrir og eftir.
Akjósanlegra getur það varla verið,
enda árangurinn eftir því.
Mikil áhersla er lögð á að fæðing fari
fram á sem eðlilegastan hátt. Engin
tæki eru notuð og deyfingar mjög lítið.
I staðinn eru notuð vatnsböð og slak-
andi fotaböð. í fótabaðið setja þær
Weleda Lavandell baðmjólk. Vatnið
nær upp að hnjám og er vel heitt. Kon-
urnar sitja á þægilegum stól og um þær
er vafið teppi — helst ull — frá mitti og
upp. Auk þess að hafa slakandi áhrif á
konuna og losa spennu, fullyrða þær
stöllur að þetta sé einnig frábær aðferð
til að auka lélega sótt. Hið sama gildir
ef konurnar fæða í vatni eða liggja í baði
fyrir fæðinguna. Ofrávíkjanleg regla er
að setja í vatnið ekta Lavandell eða
Rosmarin baðmjólk eftir því hvað hent-
ar best hverju sinni.
Hið sama gildir um „kalda klútinn",
sem konan fær á ennið. Ljósurnar
leggja sérstaka áherslu á að alveg sé út
í hött að nota einungis vatn, ef mögu-
legt er að nálgast Rosmarin baðmjólk.
Nokkrir dropar gera hreinasta krafta-
verk og þá ekki aðeins að strjúka enni
og andlit, heldur einnig brjóst, bak,
handleggi og fætur — allt eftir aðstæð-
um og þörfum. Hressir og eykur krafta
segja þær stöllur. Weleda Arniku
nuddolía eða hliðstæð olía er einnig
notuð mikið til að nudda fætur og bak.
Omissandi þættir í stuðningi við eðli-
lega framvindu eðlilegrar fæðingar,
segja þær.
Ef eitthvað er öðruvísi en best er á
kosið er stutt að fara til sjúkrahússins í
Södertálje þar sem Maria starfaði í 6 ár
áður en hún tók að sér ljósmóðurstarf-
ið við Vidarkliniken, auk þess tekur
hún nokkrar vaktir þar mánaðarlega.
Hún er því öllum hnútum kunn og fylg-
ir konunum vel eftir sem þurfa að fara
þangað, sér um þær að fullu og öllu og
tekur á móti börnum þeirra.
Foreldranámskeið þeirra Mariu og
Agneta er byggt upp á annan hátt en
venja er víðast hvar. Þær hafa ákveðna
opna tíma á þriðjudögum, þangað
koma þær konur sem vilja og greiða fyr-
ir tæplega 600 ísl. krónur í hvert skipti.
Auk þess eru foreldratímar ,,seminar“,
þar sem allt er tekið með í mjög þjöpp-
uðu formi og eru þeir á laugardögum
26
!_IÓSMÆÐR ABLAÐIÐ