Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1990, Blaðsíða 33

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1990, Blaðsíða 33
Aríegur stjórnarfundur Norðurlandasamtaka Ljósmæðra haldinn í Reykjavík 2. og 3. júní 1990 Fundurinn hófst laugardagsmorgun- >nn 2. júní kl. 09.00. 18 mál voru á dagskrá fundarins og því fyrirsjáanlegir 2 strembnir dagar. Fundarsókn var mjög góð; frá Danmörku komu þær Inga Dóra Eyjólfsdóttir og Merete Lar- sen. Frá Finnlandi kom Siw Nykanen, frá Færeyjum Frederikka Niclasen, frá Noregi Berit Holter formaður samtak- anna, Sonja Irene Sjöli og Else Marie Vengene. Frá Svíþjóð komu Karin Christiani og Randi Eriksson og frá ís- landi Ólafía Guðmundsdóttir, Hildur Kristjánsdóttir og Margrét Guðmunds- dóttir formaður LMFÍ. Fundarritarar voru þær Bryndís Óskarsdóttir og Hall- dóra Ásgrímsdóttir. Unnin voru hefðbundin stjórnarfund- arstörf og m.a. fluttu fulltrúar landanna skýrslur sínar. Þær liggja frammi á skrif- stofu félagsins og geta ljósmæður fengið að lesa þær í heild sinni þar. ttér á eftir verður birt stutt samantekt bessara skýrslna og það sem bitastæð- ast var af þeim upplýsingum sem fram komu. Danmörk Ljósmæður þar hafa mikið rætt sjálf- stæði stéttarinnar gagnvart læknum og ítrekað reynt að bæta samstarfið við fæðingarlækna þar í landi og gengið hálf brösulega. Ljósmæðrafélagið hef- ur haldið fundi með ljósmæðrum sem líka eru lærðar í svæðameðferð til að kanna hvort þær notuðu hana við Ijós- mæðrastörf sín. 7 ljósmæður sem lært hafa svæðameðferð komu á þessa fundi og kom í ljós að aðeins 2 þeirra nota svæðameðferð við störf sín. Hin- ar höfðu ýmist fengið fyrirmæli um að slíkt væri bannað þar sem þær vinna eða þess óskað að þær notuðu ekki svæðameðferð. í Danmörku eru það yfirlæknar viðkomandi stofnunar sem ákveða hvort t.d. svæðameðferð er leyfð sem meðferðarform eða ekki. Danska ljósmæðrafélagið hélt í nóvem- ber sl. félagsfund um hlutverk ljós- mæðra árið 2000. Þessi félagsfundur var sá fjölmennasti sem félagið hefur haldið lengi. Fyrir fundinn gáfu þær út bækling um efnið sem hefur orðið LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 31

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.