Ljósmæðrablaðið - 01.12.1990, Page 38
Stjórn NJF. Standandi frá vinstri: Ólafía, Siw, Frederikka, Randi og Hildur. Sitjandi frá vinstri:
Sonja, Merete, Berit, lnga Dóra og Karin.
haldari sýndi gestum kirkjuna og sagði
sögu staðarins. Þar var snæddur góður
kvöldverður og voru erlendu gestirnir
mjög hrifnir af staðnum.
Þegar fundi lauk á sunnudeginum
var haldið í skoðunarferð til Þingvalla,
Nesjavalla og svo austur í Grímsnes í
sumarbústað Hildar Kristjánsdóttur þar
sem enn var sest að snæðingi. Nú var
það mývetnsk saltreyð og flatkökur og
grillað lambakjöt sem var í boði. Notið
var hins íslenska veðurlags (rok en
þurrt) með matnum. Gestir okkar voru
mjög ánægðir með þessa ferð og
fannst þau hafa séð margt og kynnst
mörgu nýju þó tíminn væri stuttur sem
stoppað var. Þau voru ánægð með
hótelið og allan viðurgjörnin þar.
Næsti stjórnarfundur verður haldinn
í Stokkhólmi 2.-4. maí 1991.
Hildur Kristjánsdóttir.
36 _____________________________________________ 1_IÓSMÆÐRABLAÐIÐ