Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1990, Blaðsíða 42

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1990, Blaðsíða 42
Sænskar, norskar og íslenskar Ijósmæður í kvöldverði. Sunnudagurinn fór svo í að segja frá rannsóknarvinnu ljósmæðranna. Allar töluðu þær um það hversu mikil vinna það er að gera rannsókn og alla þá mót- stöðu sem þær mættu. Þær eru frum- kvöðlar í rannsóknum meðal ljósmæðra. Mavis sagði að við yrðum að hafa mjög skýra mynd af því sem við ætluð- um að breyta til að geta breytt því. Mjög erfitt er að skipuleggja breytingar, sem taka yfirleitt mjög langan tíma. Nauðsyn er að fá sem allra flesta með, en alltaf eru einhverjir sem ekki vilja taka þátt í breytingum. Ann Marie hafði aðallega rannsakað brjóstagjöf og sogþörf barna. Mary kom síðan með fleiri ráðlegg- ingar, svo sem að efna til ráðstefnu um niðurstöður rannsókna til að breyta og bæta starfsaðferðir (practice). Grein um rannsókn Ullu er í nýjasta hefti MIDWIFERY og heitir hún: Early discharge after hospital birth. Hópvinna var á milli fyrirlestranna. 6 hópar voru starfandi og stýrðu fyrirles- arar ráðstefnunnar þessari hópvinnu. Ann Marie frá Svíþjóð stýrði þeim hópi sem við vorum í, en auk okkar voru ljósmæður frá Vestur-Þýskalandi, Bret- landi, Israel og Danmörku. Við ræddum um undirbúningsvinnu fyrir rannsókn og hvernig koma ætti á breytingum. Ráðstefnan tókst vel í alla staði og var mjög gagnleg. Hún sýndi okkur hve mikið gildi rannsóknir hafi fyrir ljósmæður til að efla stéttarvitund og ljósmæður í starfi. Ekki þarf alltaf að gera rannsókn. Oft getum við nýtt niðurstöður ann- arra, og af því gerum við allt of lítið. Það að taka þátt í rannsókn krefst faglegrar íhugunar og oft á tíðum end- | urmats á eigin störfum. Þess vegna hvetjum við allar ljósmæður til að kynna sér rannsóknir og skoða nýjar hugmyndir með opnun huga. 40 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.