Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.09.1997, Blaðsíða 4

Ljósmæðrablaðið - 01.09.1997, Blaðsíða 4
Ritstjóraspjall Þá er loksins komið út fyrsta blað ársins. Það er dálítið seinna á ferðinni en áætlað var. Mjög erfiðlega gekk að safna auglýsingum í blaðið en ég vil endilega hvetja aðila, fyrirtæki, stofnanir og fleiri til að auglýsa í blaðinu. Gaman væri að fá fréttir frá ljósmæðrum úti á landsbyggðinni en í þessu blaði ríður á vaðið fréttapistill frá Patreksfirði og áhugaverð grein um vatnsfæðingar á Selfossi. Einnig eru þeir sem áhuga hafa á að skrifa greinar eða koma einhverju á framfæri í blaðið hvattir til að hafa samband við ritstjóra eða ritnefnd. Ritstjóri Ráðstefnur Þann 3-5 október 1997 verður haldin í Stokkhólmi Svíþjóð ráðstefna sem ber yfirskriftina „The joy and pain in birthing“. Þann 6-10 nóvember 1997 verður haldin ráðstefna í London Englandi, „Midwifery today“. Nánari upplýsingar um þessar ráðstefnur fást hjá skrifstofu LMFÍ. 4 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.