Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.09.1997, Síða 23

Ljósmæðrablaðið - 01.09.1997, Síða 23
sem stelling, snerting og árangursríkt sog eftir fæðingu. I einni athugun var hópur kvenna, sem fengu stutta en persónulega leiðbeiningu um brjóstagjöf meðan þær voru enn á fæðingarstofnun, borinn saman við tvo aðra hópa. Annar hópurinn fékk aðeins nafn- spjald með símanúmeri ráðgjafa um mjólkurgjöf en hinn hópurinn fékk auk þess bækling sem innhélt sömu upplýsingar og gefnar voru með hinni persónulegu leiðbeiningu. Tals- vert fleiri konur, sem notið höfðu persónulegrar leiðbeiningar voru með barn sitt á brjósti einum mánuði lengur en konurnar í hinum hópun- um (Johnson o. fl., 1984). I annarri könnun kom í ljós að áhrif barns og föður á mjólkurgjöf móður- innar voru örvandi. Hins vegar hafði móðuramman afgerandi neikvæð áhrif ef hún hafði sjálf ekki haft börn sín á brjósti (Beske og Garvis, 1982). Niðurstöður beggja þessara athugana benda til þess að æskilegt er að veita persónulega og faglega ráðgjöf þegar móðirinn gefur barninu brjóst í fyrsta skipti rétt eftir fæðinguna og helst meðan faðirinn en enn viðstaddur. Sólarhringssamvera móður og barns meðan á sængurlegu stendur hefur mikla þýðingu fyrir vel heppnaða brjóstagjöf. Þá getur móðirin annast barnið eftir þörfum og lagt það á brjóst ef það vill. Talið er gott og gilt LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ ___________________ að móðirin hafi ungbarnið uppi í rúmi hjá sér, enda ekkert sem bendir til þess að slíkt auki á líkur á vöggu- dauða (Royal College of Midwives,1991). Á ráðstefnu, sem WHO stóð fyrir árið 1985 (Robak, 1992), var eftirfarandi ráðlegging samþykkt: „Heilbrigt nýfætt barn á alltaf að vera með móður sinni, leyfi heilsa hennar og barnsins það. Það er ekkert sem réttlætir það að hið heilbrigða ný- fædda barn sé aðskilið frá móður sinni“. Svefn hefur mikla þýðingu fyrir móðurina. Talið er að hún slaki betur á eftir fæðinguna við það að hafa barnið hjá sér og mjólkurframleiðslan aukist við næturgjafir. Prolaktin hormónin er mestur þá. Einnig er auðveldara fyrir móðurina að annast barnið ef hún slakar vel á og þá sefur hún líka betur (Robak, 1992). Þættir sem hafa hindrandi áhrif Á BRJÓSTAGJÖF Marga Thome (1993a) hefur rann- sakað marga þá þætti sem draga úr líkum brjóstagjafar á fyrstu þremur mánuðunum eftir fæðinguna og lengur. Meðal niðurstaðna hennar er að félagslegir þættir hafi áhrif á brjóstagjöf, eins og aldur, menntun og hjúskaparstaða. Hinir félagslegu þættir geta virkað neikvætt á þrjá vegu: ------------------------------ 23

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.