Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.09.1997, Blaðsíða 22

Ljósmæðrablaðið - 01.09.1997, Blaðsíða 22
fyrir barnið og brjóstagjöf er eðlilegur líffræðilegur þáttur við barnsfæðingu. Á síðustu 30 árum hafa ljósmæður, heilsuverndarhjúkrunarfræðingar og barnahjúkrunarfræðingar á Islandi lagt meiri og meiri áherslu á fræðslu og stuðning við mæður varðandi brjóstagjöf. Brjóstagjöf má skoða sem hvert annað handverk sem þarf að læra. Á síðustu 20 árum hafa íslenskar konur fylgt öðrum konum á Norðurlöndum varðandi tíðni og tímalengd brjóstagjafar. Samkvæmt könnun á næringu ungbarna á fslandi voru 75,5 % þeirra á brjósti við 3ja mán. aldur, 56,1 % fengu brjóstagjöf eingöngu, 19,4 % fengu brjóstamjólk og ábót, 10,3% fengu pela eingöngu og grauta og mauk fengu 14 % (Marga Thome,1993). JÁKVÆÐIR ÞÆTTIR SEM HAFA ÁHRIF Á BRJÓSTAGJÖF Mikilvægt er að heilbrigðisstarfsfólk og stofnanir, sem vinna með foreldra ungra barna, hafi að leiðarljósi markmið WHO og UNICEF (Robak, 1992), en þar er lýst tíu þrepum sem eiga að auka líkur á vel heppnaðri brjóstagjöf. Fræðslunámskeið, sem haldin voru á síðustu tveim mánuðum meðgöngu, höfðu þau áhrif að konur, sem hölðu þá þegar tekið ákvörðun um að hafa barnið á brjósti, gekk betur með brjóstagjöf og alla umhugsun um sig og barnið í sængurlegunni (Wiles, 1984). 22 ---------------------------------- Talið er mikilvægt að ljósmæður séu vakandi yfir því við fæðingu barns að móðirinn leggi barnið á brjóst, helst innan 2ja tíma frá fæðingunni ef mögulegt er (DeChateau, 1980). Mikilvægt er að leiðbeina konum um hvernig eigi að leggja á brjóst og hvernig eigi að viðhalda mjólkur- myndun, að hún þekki sog og leitarviðbrögðin og kunni að örva þau, jafnvel þó að móðir og barn séu aðskilin. Margar konur hafa aldrei séð börn á brjósti. Þótt brjóstagjöf sé náttúrulegt fyrirbæri, þá er hún ekki meðfædd (Gunther, 1955). Því þarf móðir og barn að tileinka sér brjóstagjöfina og læra hana. Ábyrgð ljósmæðra og hjúkrunarfræðinga að kenna móður hvernig eigi að leggja barnið á brjóst er mikilvæg strax eftir fæðinguna og einnig þegar heim er komið. Margir þættir hafa áhrif á hversu lengi móðir er með barn á brjósti svo _______________ LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.