Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.09.1997, Blaðsíða 29

Ljósmæðrablaðið - 01.09.1997, Blaðsíða 29
Ljósmæður Á Sjúkrahús Suðurlands vantar ljósmæður til sumarafleysinga. Fæðingadeildin er nýlega endurnýjuð og er aðstaða fyrir fæðandi konur og sængurkonur mjög góð. M.a. er baðkar inn af fæðingastofu sem notað er sem verkjameðferð. Þetta er upplagt tækifæri fyrir konur sem vilja komast burt úr borgarerlinum en þó stutt í höfúðborgina. Á Selfossi er góð aðstaða til íþróttaiðkana, fjölbreytt verslun og hvers konar þjónusta. Þær ljósmæður sem hafa áhuga hafi samband við hjúkrunarforstjóra sem fyrst í síma 482-1300. Auglýsing frá uppstillinganefnd Uppstillinganefnd óskar eftir ljósmæðrum í hinar ýmsu nefndir á vegum félagsins. Ekki breytir neinu hvort viðkomandi er kjarafélagi í L.M.F.I nema í kjaranefnd. Það vantar ljósmæður m.a. í Stjórn, ritnefnd, fræðslu og endurmenntunarnefnd, minningarsjóð og kjaranefnd. Þær sem hafa áhuga geta fengið nánari upplýsingar á skrifstofu félagsins í síma 561-7399 á auglýstum skrifstofutíma. Eða hjá Rósu Bragad.í v.s 5601106 h.s. 557-1421 Vonast eftir góðum viðbrögðum. LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 29

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.