Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.09.1997, Blaðsíða 28

Ljósmæðrablaðið - 01.09.1997, Blaðsíða 28
bréf til ljósmæára Akureyri 23. jan '97 Kæru ljósmæður, I dag er í blöðunum auglýst andlát einnar okkar ljósmæðranna, blessuð sé minning hennar. Þessi dánar- tilkynning varð til þess að ég settist við tölvuna til að skrifa ykkur þetta opna bréf, eitthvað sem mig hefur lengi þótt ástæða til. í þessari dánartilkynning sem og í svo mörgum öðrum þegar einhver úr stéttinni okkar hefur hvatt þetta líf, stendur að hún sé FYRRVERANDI LJÓSMÓÐIR. Þetta er það sem veldur mér hugarangri. Allt of al- gengt er að sjá þetta þegar auglýst er lát ljósmóður, sem starfar ekki lengur við Ijósmæðrastörf. Mig langar að benda ykkur á þá staðreynd að við getum ekki orðið FYRRVERANDI LJÓSMÆÐUR nema við missum ljósmæðraleyfið fyrir einhver mistök í starfi, það væntanlega alvarleg. Þó ég hafi engar opinberar tölur í höndunum, um hvað margar ljós- mæður hafi misst leyfið sitt, er ég viss um að það sé miklu fátíðari en dánartilkynningar ljósmæðra gefa til kynna. Ég leyfi mér að fullyrða það! Auðvitað veit ég ekki um ykkur, en ég væri að minnsta kosti heldur ekkert að flíka því ef svo væri komið fyrir mér, þ.e. ef ég hefði misst ljósmæðraleyfið! í öllu námi öðlast einstaklingurinn sérþekkingu og verður fyrir ákveðinni mótun sem breytir þessari manneskju ævilangt. Þetta á einnig við um ljósmæðranámið, við verðum því alltaf ljósmæður, hvort sem við störfum sem ljósmæður eða ekki. Einu sinni ljósmóðir, ávalt ljósmóðir á því við um okkur. Af hverju á þessi ruglingur sér stað, hjá stéttinni okkar? Ég tel svarið felast í hógværð stéttarinnar eða kvenna yfirleitt, eða hvenær hafið þið séð dánartilkynningu fyrrverandi læknis, fyrrverandi lögfræðings, fyrrverandi prests eða fyrrverandi sálfræðings? Astæðan fyrir því að þetta veldur mér hugarangri er sú að mér finnst þetta vera vanvirðing við stéttina okkar og þá kunnáttu sem við fengum í námi og höfum lang flestar haldið við og bætt við á mislangri starfsævi. Ljósmóðir hættir einungis að gegna ákveðinni stöðu t.d. getum við titlað okkur sem fyrrverandi yfirljósmæður, fyrrverandi deilarljósmæður, fyrr- verandi héraðsljósmæður o.s.fr. Ég skora því á ykkur, ljósmæður bæði starfandi og ekki, brýnið fyrir ætt- ingjum ykkar að þegar að dánar- tilkynningunni komi, skuli standa þar skýrum stöfum: LJÓSMÓÐIR. Kær kveðja frá Akureyri, Sía Jónsdóttir, Ijósmóðir 28 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.