Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.09.1997, Blaðsíða 32

Ljósmæðrablaðið - 01.09.1997, Blaðsíða 32
truflana. Hormóna lykkjan dregur verulega úr blæðingum og er mjög örugg getnaðarvörn. Hentar vel fjöl- byrjum eftir mitt frjósemisskeið. Koparlykkjur Fyrir konur sem eiga börn og eru í föstu sambandi er þetta þægileg “áhyggjulaus” og nokkuð örugg getnaðarvörn. Helstu vandamálin eru miklar blæðingar og stundum blóðleysi. Aðal áhættan eru sýkingar og konur með lykkju fá stundum utanlegsfóstur. Ófrjósemisaðgerðir Góður og “áhættulítill kostur” íyrir bæði kyn eftir 35 ára aldur. Þetta á að vera óafturkræf getnaðarvörn og ber að leggja á það þunga áherslu áður en aðgerð er framkvæmd. Nokkur munur er á afstöðu kynj- anna til þessarar getnaðarvarnar þar sem frjósemi kvenna lýkur um fimmtugt en karlarnir eru frjóir til hinstu stundar !! ?? Getnaðarvörnin gleymdist eða skírlífið brást! Það má beita tvenns konar neyðar- getnaðarvörn: 1) Gefa stóran pilluskammt innan 72 klst. frá samförum eða 2) Setja upp koparlykkju innan 5 daga frá samförum, ef ekkert mælir gegn því svo sem sýkingar- hætta osfrv. 32 -------------------------------- Kynlíf á meðgöngu Margar konur eru hræddar við kynlíf (SAMFARIR) á meðgöngu og óttast að það geti skaðað meðgönguna eða leitt til fósturláts og eða fyrir- burafæðingar . Staðreynd málsins er hins vegar þessi. Kynlíf (samfarir) á meðgöngu er áhættulaust. Flest bendir til að eðlilegt og gott kynlíf á meðgöngu sé nauðsynlegt og styrkjandi sálarheill og “góðri uppskeru”. Að sjálfsögðu verður að taka tillit til breyttra aðstæðna og tæknilegra vandamála sem upp koma er líður á meðgöngu og rétt að útskýra það fyrir báðum aðilum og leggja þá jafnframt mikla áherslu á tilfmningar, nærveru og snertingu sem hluta af eðlilegu kynlífi. Það sem helst kemur í veg fyrir samfarir á meðgöngu eru sýkingar í leggöngunum, sveppir, vörtur og slæm grindargliðnun. Einnig er konum með hótandi fyrirbura- fæðingu vegna leghálsskemmda (cervix insufficiency) ráðið frá samförum meðan ástandið varir. Kynlíf eftir fæðingu Það er mjög einstaklingsbundið hversu fljótt konur jafna sig eftir fæðingu og ræðst það fyrst og fremst af því, hvernig meðgangan og fæðingin gekk. Þrjú atriði virðast þó skipta höfuðmáli hvenær eðlilegt kynlíf byrjar eftir fæðingu. __________________ LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.