Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.09.1997, Blaðsíða 18

Ljósmæðrablaðið - 01.09.1997, Blaðsíða 18
I. Naflastrengur um háls: Biðja konuna um að standa upp í vatninu og hafa fæturnar vel í sundur, þannig að hægt sé að skoða hvort naflastrengur sé um háls. Setja tangir á naflastreng, klippa hann og láta barnið fæðast í næstu hríð. Þá má konan eftir fæðingu aftur setjast í vatnið í e.u. mínútur ef hún vill eða þá fara upp úr vatninu. Það er ekki æskilegt að klippa á naflastrenginn í vatninu. Barnið er talið líklegra til að taka andkaf í vatninu ef búið er að klippa á streng. II. Grænt legvatn: Er frábending íýrir vatnsfæðingu. 1) Ef fóstrið er aðþrengt getur það tekið andkaf „in utero“. 2) Slappt barn gæti tekið andkaf í vatninu. 3) Ekki möguleiki á síritun í vatni. III. Blæðing: Ef blæðing á 1. stigi fæðingar, konan ekki í vatni. Ef smá rauð teikn. blæðing-má konan vera í vatni. Ef fer að blæða í baðinu þá á konan að koma upp úr strax, til að reyna að finna orsök. Konan á að vera í síritun-monitor. Blæðing á öðru stigi fæðingar er oftast vegna áverka (e.t.v. ástæða til að klippa episiotomiu). Það verður að vera ljósmóðurinnar að 18 --------------------------------- vega og meta hvort konan á að koma strax upp úr vatninu eða ekki. Kona sem er alveg komin að fæðingu finnst e.t.v. mjög erfitt að koma upp úr. IV. Petihidín. Ef Petihidín er gefið verður konan að koma upp úr strax og ekki fara í vatnið í 2-3 ldst. eða þar til virkni lyfsins minnkar en sá tími ræðst af því hversu sterkt lyfið verkar á konuna. V. Axlaklemma: Axlaklemma í venjulegum fæðingum er skelfileg reynsla fyrir alla sem það varðar. I vatnsfæðingu getur sú staða verið ógnvekjandi. Alltaf þarf að hafa aðstoðarmanneskju við vatns- fæðingu. Ljósmóðirin sem stjórnar fæðingunni lætur konuna strax standa upp í vatninu og reynir samt að halda öllu í ró. Á meðan sækir aðstoðar- manneskjan hjálp ef þarf. Konan er beðin um að standa og halla sér framá við t.d. á axlir eiginmanns og hafa fætur eins mikið í sundur og hún getur (eykur pláss í grindinni). E.t.v. er gott að konan haldi um baðkarsbrúnina eða hinn verðandi faðir haldi undir handleggi konunnar til að styðja hana. Hún missir síður jafnvægið þannig. Ljósmóðir stendur aftan við konuna (þarf e.t.v. að fara upp í baðið). Við næstu hríð, biður ljósmóðir konuna _________________ LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.