Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.09.1997, Blaðsíða 13

Ljósmæðrablaðið - 01.09.1997, Blaðsíða 13
geti átt sér stað og koma í veg fyrir eða minnka afleiðingar áfengis og vímuefnaneyslu á hinn ófædda ein- stakling. Hins vegar finnst mörgum heilbrigðisstarfsmönnum óþægilegt að spyrja út í neyslu viðkomandi og finnst jafnvel að ekki sé tími fyrir svo ýtarlegar spurningar vegna anna, en það ætti eltki að taka lengri tíma en ca. 2-3 mínútur í það heila. Árið 1989 tók hópur heilbrigðis- starfsmanna sig saman í Pittsburgh Bandaríkjunum og stofnuðu samtök er nefnd voru Maternal Infant Recovery Consortium (MIRC). Eitt helsta mark- mið þeirra er að fræða heilbrigðis- starfsmenn og þjálfa þá í að greina eða finna þær barnshafandi konur er neyta áfengis og/eða annarra vímuefna á meðgöngunni. Þar sem MIRC aðferðin hefúr gefist vel og náðst hefur góður árangur með henni tel ég rétt að segja frá henni í megindráttum: * Allar barnshafandi konur eru spurðar um neyslu þeirra á áfengi og/eða öðrum vímuefnum. * Slíkar spurningar eiga ekki að trufla eða setja úr skorðum venju- lega mæðraskoðun eða vera of tímafrekar. * Fordómalaus framkoma og virðing fyrir skjólstæðingum eykur líkur á trausti og réttri svörun. * Sérstakar spurningar um áfengis og vímuefnaneyslu eru lagðar fyrir konuna með öðrum spurningum um almenna heilsufarssögu. LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ __________________ * Sumar konur þarf að spyrja oftar en einu sinni um neyslu áður en heiðarlegt svar fæst. * Sumum konum þarf að benda á að þær eigi við vandamál að stríða og þær þurfi á aðstoð að halda (Hinderliter ogZelenak 1993). Spumingar um áfengis- og vímu- efnaneyslu er jafn nauðsynlegar og sjálfsagðar og spurningar um síðustu blæðingar, sjúkdóma í ættinni, núverandi heilsufar o.s.frv. Þessar spurningar á að leggja fyrir konuna jafn eðlilega og óþvingað og aðrar spurningar. Eðlilegast væri að þessum spurningum væri smeygt inn á milli þess sem hún er spurð t.d. um almennt heilsufar, en alls ekki að búa til sérstakan lið undir yfirskriftinni „áfengis og vímuefnaneysla“. Hætt er við því að slíkt yrði þvingað bæði fyrir spyrjandann og þann sem spurður er og ekki fengist heiðarlegt svar ef viðkomandi er í einhverri neyslu. Ekki er rétt að spyrja „Drekkurðu áfengi?“, því slík spurning virkar fremur ásakandi og að viðkomandi hafi þá gert eitthvað af sér sem hann ekki mátti. Eðlilegast er að byrja með eftirfarandi spurningum: „Hefurðu einhvern tímann drukkið áfengi?" „Hefurðu einhvern tímann reykt hass?“ og/eða „Hefurðu einhvern tímann neytt annarra vímuefna en áfengis?" ---------------------------------- 13

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.