Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.09.1997, Blaðsíða 24

Ljósmæðrablaðið - 01.09.1997, Blaðsíða 24
(1) Móðir hefur ekki tíma ril að vera með barn sitt á brjósti vegna náms eða vinnu utan heimilis. (2) Ófullnægjandi þekking fólks til að meta þá kosti sem brjóstamjólk hefur umfram aðra mjólk fyrir ungbörn. Hér getur verið um að ræða skort á menntun, reynsluleysi eða skort á stuðningi frá nákomnum. (3) Aðstæður sem valda streitu sem geta truflað mjólkurlosun. Dæmi eru erfiður fjárhagur, óöryggi í húsnæðismálum, atvinnuleysi hjá barnsföður, vinna, próftaka, þungt heimili o. fl. Þrengingar í þjóðfélaginu, sem ýta undir streitu á heimilum, geta að mati mæðra haff áhrif á gang brjóstagjafar. I viðtölum við mæður hefur komið fram að veikindi, sem þær meta alvarleg og sem krefjast sjúkrahúss- innlagnar, hafi stytt tímalengd brjóstagjafar. Bæði veikindi í fjöl- skyldunni, sem ollu móðurinni áhyggjum, höfðu neikvæð áhrif sem og veikindi, sem höfðu aðskilnað móður og barns í för með sér (Marga Thome, 1993a). Veikindi mæðra voru ekki í öllum tilvikum líkamlegs eðlis, eins og t.d háþrýstingur og sykursýki, heldur einnig geðræns eðlis og ollu í nokkrum tilvikum mikilli vanlíðan. Þótt konurnar fengju allar læknismeðferð vegna 24 --------------------------------- líkamlegra sjúkdóma, átti það ekki við um geðræna kvilla (Marga Thome, 1993a). Samkvæmt breskri könnun sem Marga Thome (1993b) greinir frá var íylgni milli tíðra þunglyndiseinkenna og hversu konur entust lengi að hafa barn sitt á brjósti. I kjölfar niður- staðna þessarar könnunar var sam- band á milli þessara þátta kannað hér á landi með spurningalista (EPDS). Meðal íslenskra kvenna reyndist ekki marktækt samband á milli árangurs- ríkrar brjóstagjafar og þunglyndis- einkenna. Hinsvegar ríkti tilhneiging til þ ess meðal íslenskra mæðra að halda áfram með brjóstagjöf þótt mjólkin væri ónóg með því að bæta ábót og hálffljótandi fæðu við brjóstamjólkina. Það sem virðist skipta sköpum fyrir mjólkurframleiðslu móður eru jákvæðir þættir eins og heilbrigðis- venjur hennar og tíðni brjóstagjafa. Hins vegar hafa kvíði og streita neikvæð áhrif. Aldur eða næringar- ástand hafa ekki áhrif (Hamosh o. fl., 1995). Það hefur hindrandi áhrif ef barnið getur ekki farið á brjóst íyrstu fjóra sólarhringana eftir fæðinguna. (Elander og Lindberg, 1984). Ekkert dregur kjarkinn meira úr móður með nýfætt barn á brjósti en sárar geirvörtur og brjóstastíflur. Slík upplifun getur valdið henni leiðindum og sársauka. Veldur það því að hún hættir fyrr með barnið á brjósti. Oft ____________________ LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.